Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður og formaður Frjálslynda flokksins, er látinn vegna krabbameins. Hann var 73 ára gamall og fæddist á Ísafirði þann 5. júlí 1944. Foreldrar hans voru Kristján Sigmundur Guðjónsson og Jóhanna Jakobsdóttir.  Hann lætur eftir sig eiginkonu sína, Maríönnu Barböru Kristjánsson og sjö uppkomin börn

Guðjón lauk fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum 1966 og var formaður Skipstjóra- og stýrimannfélagsins Bylgjunnar 1975 til 1984 og var forseti Farmanna- og fiskimanna sambands Íslands á árunum 1983 til 1999. Guðjón var einnig formaður Frjálslynda flokksins frá 2003 og var alþingismaður vestfirðinga frá 1999 til 2013 og norðvestur-kjördæmis 2003 til 2009.

Guðjón Arnar var meðlimur í Sjálfstæðisflokknum líkt og Sverrir Hermannsson heitinn en árið 1999 sögðu þeir sig báðir frá honum og stofnuðu Frjálslynda flokkinn.                    Guðjón hafði þann siðinn að halda ræður einhverstaðar á landinu á Sjómannadeginum.
Guðjón lýsti sig andsnúinn stuðningi íslenskra stjórnvalda við stríðið í Írak.

Hann og hans flokkur barðist einnig hart gegn kvótakerfinu um árabil, eins og má lesa um í fáum færslum af mörgum sem að eftir hann liggja, hér að neðan:

http://www.visir.is/g/200770520044 

https://www.mbl.is/media/05/1305.pdf 

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/530146/

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir