Fyrr á öldum var þorrinn tileinkaður húsbóndanum og góa húsfreyjunni og í gömlum heimildum má finna frásagnir um sérstakar athafnir sem tengdust bóndadegi. Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar segir: ,,Þess vegna var það skylda bænda að fagna þorra eða bjóða honum í garð með því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gekk í garð.

Áttu þeir að fara ofan og út í skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra brókarskálmina og láta hina svo lafa eða draga hana á eftir sér á öðrum fæti og ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkominn í garð eða til húsa. Síðan áttu þeir að halda öðrum bændum úr byggðarlaginu veislu fyrsta þorradag; þetta hét að fagna þorra.“

Nú til dags tíðkast blómvendir til bónda á Bóndadeginum og góð máltíð. Jafnvel er farið út að borða í boði þeirra kvenna sem að taka daginn einstaklega hátíðlegan og leggja metnað í hlutina og svo jafnvel dekur þegar kvölda tekur í kjölfarið eftir þvi hve vel menn eru giftir.

Plan B :

 

Athugasemdir

Athugasemdir