Unga fólkið

Við hittum ungan dreng sem var í verslunarleiðangri með föður sínum og tókum hann tali.

,,Ég heiti Hreinn Garðar Friðfinnsson og er 12 ára og er í sjöunda bekk í Setbergsskóla í Hafnarfirði. Ég er að læra ýmislegt í skólanum en langar kannski að læra að verða skurðlæknir seinna“.

,,Mér þykir skemmtilegt að spila tölvuleiki og leika mér með vinum mínum og fara í göngutúra og margt fleira. Það var líka gaman í fyrra þegar ég fór að veiða með pabba.

Svo er ég að fara með skólanum núna á Reyki í tíu daga ferð og þar ætlum við að hafa það bara mjög gott og gaman og ég hlakka mikið til‘‘ segir Hreinn Garðar Friðfinnson glaður og kátur í bragði og við þökkum honum viðtalið og óskum honum góðrar ferðar á Reyki

Athugasemdir

Athugasemdir