Starfshópur um kjararáð með fulltrúum vinnumarkaðarins og ríkisins skipaður og skal vinna hratt að tillögum um úrbætur

Í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu segir ,,Ríkisstjórnin hefur, að höfðu samráði við heildarsamtök á vinnumarkaði, ákveðið að skipa starfshóp um kjararáð. Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana kjararáðs, sé annað fyrirkomulag talið líklegra til betri sáttar í þjóðfélaginu til framtíðar um ákvörðun launa þeirra sem stöðu sinnar vegna njóta ekki samningsréttar.

Þá skal starfshópurinn taka til skoðunar úrskurði kjararáðs, meta með hliðsjón af launasetningu og launabreytingum þeirra stétta sem samningsfrelsis njóta og þeirri launastefnu sem samið var um við meginþorra launafólks og eftir atvikum leggja fram tillögur um úrbætur.

Formaður hópsins er Jóhannes Karl Sveinsson hrl. Auk hans sitja í hópnum fyrir hönd ríkisins Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti, Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneyti og Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu.

Fyrir hönd aðila vinnumarkaðarins sitja þau Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri BSRB og Magnús Norðdahl lögfræðingur ASÍ.
Starfshópurinn skal ljúka störfum eigi síðar en 10. febrúar nk.“ segir enn fremur.

Skipan kjararáðs

Kjararáð er skipað fimm ráðsmönnum og fimm til vara. Þrír eru kosnir af Alþingi, Hæstiréttur skipar einn og fjármála- og efnahagsráðherra einn. Ráðið kýs sér sjálft formann og varaformann úr hópi aðalmanna. Kjararáðsmenn skulu skipaðir til fjögurra ára í senn.

Formaður kjararáðs er Jónas Þór Guðmundsson.

Skipan kjararáðs 2014 til 2018

Skipan kjararáðs frá 1. júlí 2014 til og með 30. júní 2018:

Aðalmenn:

 • Jónas Þór Guðmundsson, formaður, kosinn af Alþingi
 • Óskar Bergsson, varaformaður, kosinn af Alþingi
 • Svanhildur Kaaber, kosin af Alþingi
 • Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, skipaður af Hæstarétti, lét af störfum 5. júlí 2017
 • Jakob R. Möller, skipaður af Hæstarétti frá og með 5. júlí 2017
 • Hulda Árnadóttir, skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra

Varamenn:

 • Eva Dís Pálmadóttir, kosin af Alþingi
 • Örlygur Hnefill Jónsson, kosinn af Alþingi
 • Ingibjörg Ingadóttir, kosin af Alþingi
 • Berglind Svavarsdóttir, lögmaður, skipuð af Hæstarétti
 • Þórlindur Kjartansson, skipaður af fjármála- og efnahagsráðherra

Athugasemdir

Athugasemdir