Bróðir Sylvester Stallone, Frank Stallone er mjög reiður út í þá sem hafa verið að breiða út sögusagnir um að bróðir sinn sé dáinn.

Frank Stallone sagði m.a. á Twitter: „Orðrómur um að bróðir minn sé látinn er rangur. Hvers konar geðveiki, grimmd og sjúkan hug hefur þetta fólk sem er að breiða út svona sögur? “

Þetta er í annað sinn sem að slíkar sögusagnir fara á kreik um stjörnuna en aðdáendur Rocky og Rambo, fengu áfall árið 2016 þegar að samskonar orðrómi var dreift á samfélagsmiðlum sem staðfestu þá dauða hans.

Það er alla vega hægt að staðfest að sögusagnir frá árinu 2016 voru stórlega ýktar.

Athugasemdir

Athugasemdir