Ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. Donalds Trumps Bandaríkjaforseti kennir Demókrötum um greiðslustöðvunina og tekur henni sem persónulegri árás á sig, á eins árs afmælisdegi hans í embætti forseta landsins.  Trump segir að það hefði auðveldlega verið hægt að afgreiða málið ef vilji hefði verið fyrir því. 

Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað og ekki er vitað hvernær þær opna aftur.
Sextíu atkvæði þurfti til að komast hjá greiðslustöðvun og halda starfsemi áfram en aðeins fimmtíu öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði með greiðsluheimildinni sem gilda átti til 16. febrúar 2018.

Greiðslur til ýmissa ríkisstofnanna eins og Bandaríkjahers stöðvuðust á miðnætti og þá er búist við að ýmsum stofnunum í öllum ríkjum verði lokað.


 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir