Að minnsta kosti 172 manns voru drepnir í loftárásum í austur hluta Damaskus sem hófust gær

Samkvæmt mannréttindaskrifstofunni í London (SOHR), voru 127 manns drepnir í loftárásum á Sýrland í gær. Að auki voru að minnsta kosti 45 drepnir í dag.

Að minnsta kosti 39 af því fólki sem var drepið í gær voru börn. A.m.k. 600 manns hafa slasast á síðustu tveimur dögum, segir í skýrslu SOHR.

,,Flugvélar skjóta á allt sem hreyfist í íbúðarhverfum,“ sagði læknir við fréttastofuna DPA á mánudaginn. Tilkynning um ný morð gefa til kynna að sóknin heldur áfram í dag.
Sjúkrahúsin okkar eru full af slösuðu fólki. Við erum að verða búin með öll svæfingalyf og önnur mikilvæg lyf.“ sagði læknirinn enn fremur.

Verstu loftárásir í nokkur ár
Loftárásirnar hafa eyðilagt mikið af innviðum og gert fólki erfit að lifa í borginni .Það virðist vera eins og að bakarí, matvöruverslanir og vöruhús með mat hafi verið helstu skotmörk Sýrlenska hersins.

Fjögur sjúkrahús, þar á meðal fæðingardeild spítalans var einnig fyrir sprenginungum. Íbúar óttast að herinn muni sprengja alla borgina, rétt eins og þeir gerðu í Aleppo.

Á mánudagskvöld, birtu Sameinuðu þjóðirnar yfirlýsingu þar sem þau biðja að loftárásirnar verði stöðvaðar strax. ,,Það er mikilvægt að ljúka þessum loftárusum á fólk strax og árásir gegn almennum borgurum og innviðum verða að stöðva nú þegar,“ segir skrifstofustjóri flóttamanna stofnunar Sameinuðu Þjóðanna, Panos Moumtzis.

 

Athugasemdir

Athugasemdir