Vefsalan opin hjá SVFR – Aðalfundur og kosningar verða á laugardaginn

Þá er loksins komið að því að vefsalan er opin. Við biðjum ykkur að sýna okkur þolinmæði svona fyrstu dagana því það er viðbúið að mögulega séu einhverjar villur að finna en við munum að sjálfsögðu fara yfir þetta allt saman og laga eins fljótt og hægt er.

Séu einhverjar athugasemdir óskum við eftir því að fá slíkar ábendingar með tölvupósti til svfr@svfr.is

Þess má geta að mikið er um flott veiðileyfi í vefsölunni að þessu sinni og hvetjum við alla til að skoða sig um og sjá hvort ekki leynist eitthvað við hæfi. Við viljum líka vekja athygli á því að við erum að smíða öðruvísi leitarvél sem er líkari því útliti sem áður var á vefsölunni. Við munum láta vita hvernig það gengur.  Smellið hér til að fara beint á vefsölu SVFR

Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldinn laugardaginn 24. febrúar næstkomandi í Sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 og hefst kl. 16:00.

Þar munu fara fram venjubundin aðalfundarstörf sem og kosið verður um sæti þriggja stjórnarmanna til tveggja ára. Vikuna 19.-23. febrúar verður opið fyrir utankjörfundar atkvæðagreiðslu á skrifstofu félagsins sem verður hægt að kjósa á opnunartíma skrifstofu félagsins fram á föstudag.

Þar skal kjósa á milli þeirra 5 félagsmanna sem eru í framboði um þau þrjú lausu sæti sem eru í boði í stjórn félagsins.  Utankjörfundarkosning er hafin og fer hún fram á skrifstofu félagsins að Rafstöðvarvegi 14 á skrifstofutíma.

Aðeins einn aðili sóttist eftir formannssætinu en 5 aðilar sækjast eftir sæti í stjórn félagsins og ber því að fagna að áhuginn sé svona mikill. Laus eru til kosningar 3 sæti í stjórn félagsins og því er ljóst að flott kosningabarátta er framundan.

Opnað verður fyrir utankjörfundaratkvæði á skrifstofu SVFR mánudaginn 19. febrúar, og verður opin alla vikuna fyrir aðalfund.

Hér að neðan eru þeir aðilar sem bjóða sig fram í stjórn félagsins og viljum við hvetja félagsmenn okkar til þess að kynna sér þá vel. Hægt er að smella á nafn viðkomandi og er þar kynning hvers og eins frambjóðenda:

Framboð til formanns SVFR:

Jón Þór Ólason

Framboð í stjórn SVFR:

Hrannar Pétursson

Hörður Birgir Hafsteinsson

Júlíus Bjarni Bjarnason

Lilja Bjarnadóttir

Rögnvaldur Örn Jónsson

Við hvetjum alla félagsmenn til að nýta atkvæðarétt sinn en allir skuldlausir félagar hafa slíkan rétt.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á laugardaginn kl. 16:00 að Síðumúla 1.

Athugasemdir

Athugasemdir