Dalsmynni komst í fréttirnar árið 2014 þegar Málið (Sölvi Tryggvason) hóf rannsóknarvinnu á hundaræktuninni í Dalsmynni.

Nú hafa þau hafið ræktun aftur eftir að Reykjavíkurborg gaf leyfi til hunaræktunnar á Dalsmynni til ársins 2027.

Sjá myndband: 

Blaðamaður náði tali af Hundaræktuninni á Dalsmynni og óskaði eftir að blaðamaður og ljósmyndari fengu leyfi til þess að koma á svæðið og skera út um hvernig aðstæður eru fyrir dýrin á Dalsmynni í dag. Ekki fékkst leyfi fyrir því.

Hún var mjög flóttaleg í símann og neitaði að tjá sig um starfsemina að öðru leiti en að sex hundar séu hjá þeim í dag.

Ef skoðuð er Facebook síða Dalsmynni má sjá að til sölu of margir hvolpar til þess að það standist.

Ef það væru sex hundar hjá henni þyrftu að vera 3 tíkur og 3 rakkar til að vera með sölu á þremur tegundum.
Á Facebook síðu Dalsmynnis sjást að minnsta sex tegundir til sölu.
Þar sem tíkur mega ekki gjóta samfleytt milli lóðaría í lengri tíma þyrfti að vera Dalsmynni að hafa að minnsta kosti 12 tíkur og 6 rakka til þess að gefa tíkunum hvíld milli gota.

Blaðamaður spurði þá út í hvort breyting hefði orðið á aðstöðunni síðan Málið gaf út þáttinn um Dalsmynni árið 2014 en svaraði hún því þannig að þetta hefði allt verið sett upp og að allir þeir aðilar sem komu fram í þættinum skulduðu henni peninga eftir að hafa ekki greitt fyrir hvolpana.

Spurt er hvort hún vilji koma einhverju á framfæri í úrvinnslu fréttarinnar.
Já, þessar sögur sem er verið að bera upp á mig koma beint úr HRFÍ.

Þegar leitað er upp Dalsmynni hundagallerí ehf. í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra er ekki að finna félag með þessu heiti.
Hins vegar er þar að finna Hundaræktun Dalsmynni ehf. en það félag varð gjaldþrota árið 2006.

Óskað var eftir reynslusögum frá Dalsmynni af einstaklingum sem keypt hafa hunda þaðan.

Minn fyrsti hundur var þaðan, Fædd árið 2005 og eg gjörsamlega clueless um hunda.

Hún var af tegundinni chuhahua og varð fljótt ljóst að hún var virkilega flogaveik og fékk köst sem stóðu í marga klukkutíma í einu þar sem hún meig a sig og froðufelldi stanslaust, ég hef ekki töluna á því hversu oft ég þurfti að bruna með hana á dýraspítalann þar sem hún var sprautuð niður trekk í trekk. Ég var sjálfselsk og hélt henni hjá mér í 8 ár en þá eftir versta kastið þangað til þar sem hún var í 8 klst. kasti lofaði ég henni að ég mundi leyfa henni að fara, þetta var of mikið fyrir 2kg skrokk.

Hér má einnig sjá nokkrar Facebook færslur innan Hundasamfélagsins er varða Dalsmynni hundagallerí ehf.

Athugasemdir

Athugasemdir