Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi í nótt. Ökumaðurinn, sem samkvæmt frétt Mbl var rúmlega tvítugur var einn í bílnum þegar slysið varð.

Vegfarendur tilkynntu um slysið um klukkan 02.30 í nótt en bifreiðinni var ekið á talsvert miklum hraða eftir Arnarnesveginum og á stein­vegg á hring­torgi á brúnni yfir Reykjanesbrautina.

Ekki fást frekari upplýsingar um tildrög slyssins.

Athugasemdir

Athugasemdir