Fólk hrökk við í Grindavík og fann vel fyrir 3.5 stiga jarðskjálfta sem að varð rétt við Grindavík, 2.6 km. fyrir norð austan bæinn, nú rétt í þessu eða kl.21.15. Annar skjálfti kom svo í kjölfarið sem var 2.5 stig. Íbúar urðu skelkaðir enda skjálftarnir rétt hjá Grindavík.

,,Skjálftinn virkaði mjög stór, hélt að hann væri stærri en 4 stig og líklega vegna þess hve nálægt bænum hann var. Þetta var svakalegt það skalf allt hér inni í húsinu!“ segir viðmælandi okkar í Grindavík sem að býr í steinhúsi í norðubænum.“

Athugasemdir

Athugasemdir