Gul viðvörun er um allt vestanvert landið, höfuðborgarsvæðið og um suðaustur land

Veðurstofan spáir austan 20-25 m/s undir Eyjafjöllum og sunnan Mýrdalsjökuls. Slyddu eða snjókomu og mjög erfiðum akstursskilyrðum á suðurlandi.

Allt landið. Horfur næsta sólarhringinn
Austan og norðaustan 10-18 m/s, en 20-25 syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Dálítil slydda eða snjókoma SA-lands, annars þurrt. Mun hægari vindur NA-til á landinu og sums staðar él í kvöld.
Frost 0 til 15 stig, kaldast á NA-landi, en hiti kringum frostmark sunnan heiða.
Austan hvassviðri eða stormur á suðurhelmingi landsins á morgun og rigning eða slydda, en snjókoma á heiðum. Heldur hlýnandi. Hvessir með snjókomu fyrir norðan um kvöldið.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 10-15 og skýjað í kvöld, hiti um frostmark. Austan 13-18 og dálítil slydda eða rigning síðdegis á morgun, hiti 1 til 3 stig.

Faxaflói
Vaxandi austan- og norðaustanátt, 10-18 m/s síðdegis. Skýjað og minnkandi frost. Austan 15-20 og dálítil slydda eða rigning síðdegis á morgun, en 18-23 um tíma annað kvöld. Hiti 0 til 3 stig.

Vestfirðir
Vaxandi norðaustanátt og skýjað, 10-18 m/s síðdegis. Frost 0 til 5 stig. Norðaustan 13-20 og él á morgun.

Strandir og Norðurland vestra
Vaxandi austanátt, víða 10-15 m/s síðdegis. Skýjað með köflum og frost 1 til 10 stig. Heldur hvassara á morgun og minnkandi frost, austan 15-20 og fer að snjóa annað kvöld.

Norðurland eystra
Austlæg átt 3-8 m/s, bjart veður og kalt, en dálítil él með kvöldinu. Vaxandi austanátt og él á morgun, víða 10-15 síðdegis en 13-18 og fer að snjóa annað kvöld. Minnkandi frost.

Austfirðir
Norðaustlæg átt, 5-10 og dálítil él síðdegis. Frost 0 til 5 stig. Austan 8-13 og él á morgun, en 10-15 og slydda eða snjókoma annað kvöld.

Suðausturland
Austan 13-20 m/s, en 20-25 við Öræfajökul. Slydda eða snjókoma með köflum, hiti nálægt frostmarki. Rigning eða slydda síðdegis á morgun og hiti 1 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Austan 10-20 m/s N-til á landinu, hvassast við ströndina, annars mun hægari. Víða slydda, rigning eða snjókoma en úrkomulítið SV-lands. Hiti kringum frostmark. Norðlægari um kvöldið og snjókoma fyrir norðan, en þurrt sunnan heiða.

Á miðvikudag:
Hvöss norðustanátt og snjókoma eða slydda, en þurrt á S- og SV-landi. Hiti um frostmark, en vægt frost í innsveitum.

Á fimmtudag:
Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-lands, en dálítil él á N- og A-landi. Kólnandi veður.

Á föstudag:
Suðaustanátt og dálítil snjókoma S- og V-lands, annars skýjað og þurrt. Frost 0 til 12 stig, kaldast á NA- og A-landi.

Á laugardag:
Austlæg eða breytileg átt, úrkoma víða um land og hiti kringum frostmark.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir