Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp hjá lögreglunni á Suðurlandi í dag. Flest hafa verið minniháttar þar sem eingöngu er um eignatjón að ræða en ekki slys á fólki. Flest slysanna má rekja til þess að akstur ökutækja er ekki miðaður við aðstæður sem og reynsluleysi ökmanna.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til aðstoðar er mikið breytt Ford Econoline bifreið fór út af veginum um Lyngdalsheiði og valt utan vegar. Voru farþegar í bifreiðinni auk ökumanns og kastaðist einn farþeganna út úr bifreiðinni. Var farþeginn fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysa- og bráðamóttökuna í Fossvogi. Ekki var um lífshættulega áverka að ræða.

Í ljósi þessarra slysa og fyrri slysa hvetur lögregla ökumenn til þess að haga ökuhraða og akstri eftir aðstæðum sem og að gæta að notkun bílbelta hvort sem er í fólks- eða hópbifreiðum.

Athugasemdir

Athugasemdir