Par á þrítugsaldri, var dæmt í héraðsdómi í Bergen, sek um morði á tveggja ára barni sínu

Drengurinn fannst látinn í rúmi sínu í Bergen þann 12. október 2015, eftir að hann hafði tekið inn Lar-töflur sem voru geymdar á stað þar sem að hann gat náð í töflurnar.

Saksóknari hélt því fram að lyfið hefði verið varðveitt á óöruggan hátt og undir það tekur dómstóllinn í Bergen. Héraðsdómur hafði heimild í lögum til þess að dæma foreldrana fyrir manndráp af gáleysi sem að gæti þýtt allt að sex ára fangelsi.

Eftir að saksóknari heyrði samtal móðurinnar við neyðarlínuna þegar að hún hafði fundið drenginn látinn um morguninn, féll hann frá því að foreldrarnir yrðu fangelsaðir eða látnir sæta refsingu vegna slyssins.          Benedikte Høgseth saksónari með verjanda foreldranna, Arild Dyngeland

Héraðsdómur dæmdi foreldrana fyrir manndráp af gáleysi en án þess þó að til kæmi fangelsisvist að auki.

Er lögmenn foreldranna tikynntu þeim um dóminn urðu þau miður sín og tóku því mjög illa að vera dæmd fyrir dauða sonarins. Þeim finnst það vera eins og auka refsing ofan á það að hafa misst son sinn og íhuga að áfrýja dómnum til hæstaréttar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir