Wayne Rooney valdi að fara aftur til Everton frekar en flytja til landa eins og Kína vegna þess að hann vildi upplifa „þrýstingin“ við það á að vera aftur hjá sínu gamla félagi.

Ég þarfnast þessara marka, ég þarf þrýstinginn. Þessi löngun til að spila hefði glatast ef ég hefði valið þann valkost,“ sagði Rooney

„Ég vissi að það væri mikill þrýstingur hjá Everton um að ég mundi standa mig, það var það sem ég vildi. Mig langaði til að sanna mig aftur fyrir Everton aðdáendendum og reyna að hjálpa þessu félagi að halda áfram og vinna.

,,Ég held að það sé akkúrat það sem að ég vil og hentar mér og vonandi á næstu tveimur eða þremur árum getum við gert það.“

Rooney spilaði 559 sinnum fyrir United og skoraði 253 mörk.
Hann vann fimm Premier League titla og Meistaradeildina, Europa League og FA Cup einu sinni í hvorri deild eftir að  hann fór frá Everton fyrir 27 milljónir punda árið 2004.

Rooney varð nýlega faðir í fjórða sinn. Sonur hans, Cass Mac, fæddist í síðustu viku.
Hann segir að þrír eldri strákarnir hans – Kai, Klay og Kit – séu allir góðir knattspyrnumenn og elsti sonurinn Kai er einn af sterkustu gagnrýnendum sínum.

,,Ef ég spila ekki vel, mun hann minna mig á það – ef ég er ekki góður í  leik, þá er hann sá fyrsti sem segir mér það,“ sagði Rooney. ,,Hann hefur mikinn áhuga á fótbolta og fer að æfa á hverju kvöldi vikunnar eftir skóla.“

En Rooney er líka mjög meðvitaður um þrýstinginn á sig í tengslum við það að verða þjálfari og er til í að bjóða upp á þann stuðning ef sonur hans vill fylgja eftir í fótspor föður síns. ,, Það er augljóst, að ég hef gengið í gegnum allt sem hægt er í fótbolta frá 16 ára aldri, svo hann myndi græða á minni reynslu. Ég myndi gera honum grein fyrir ábyrgðinni sem að fylgir fótboltanum. En þegar þú ert krakki heldurðu að málið sé bara það að spila fótbolta, leikurinn hefur þróast svo mikið að það er miklu miera sem þarf að spá í,  í kringum fótboltann í dag.“ segir Rooney að lokum

Athugasemdir

Athugasemdir