Arion banki tekur yfir allar helstu eignir United Silicon

Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins.

Nýtt félag verður stofnað um starfsemi kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Markmið Arion banka er að vinna að úrbótum á verksmiðjunni og selja hana eins fljótt og auðið er.

Arion Banki, Borgartúni

Áður eða í lok ársins 2017 tilkynnti Arion banki að hann hefði fært niður eign sína í United Silicon og skuldir félagsins við bankann um samtals 4,8 milljarða á árinu 2017. Þar af nam niðurfærslan 3,7 milljörðum á síðasta ársfjórðungi ársins, sem veldur því að afkoma bankans var neikvæð á þriðja ársfjórðungi um 100 milljónir, samanborið við 7,5 milljarða hagnað á sama tímabili á árinu á undan. Hefði ekki komið til þessarar niðurfærslu hefði bankinn hagnast um 2,8 milljarða á ársfjórðungnum, sagði þá í tilkynningu bankans.

 

Athugasemdir

Athugasemdir