77% hækkun á Tropicana safa. Var 679 krónur fyrir áramót en verðið er 1.199 krónur í dag

Mikil reiði er á meðal netverja í Costco hóp eftir að í ljós kom 77% hækkun á Tropicana safa, fjórir saman í pakka frá því fyrir áramót. Þrátt fyrir styrkingu krónunnar.

Við gátum þess fyrir skemmstu að Costco hefði hækkað bensín mest ásamt Dælunni og olli sú hækkun neytendum vonbrigðum. Vegna þess að fólk vill trúa því að Costco eigi að geta staðið sig betur en t.d. minni smásalar í krafti stærðar sinnar.

Fleiri vörutegundir hafa hækkað talsvert að undanförnu eins og t.d. Mozzarella ostur, gríska jógúrtið og margt fleira.

Er Costco ævintýrið búið ?

Costco kom til landsins með látum s.l. sumar og var margur íslendingurinn mjög ánægður með lækkanir á vöruverði í kjölfarið ásamt þeirri samkeppni sem myndaðist á markaði.

Rakblöð, dekk, ávextir, raftæki og fleiri vörur lækkuðu mjög hratt í verði ásamt bensíni, smurolíu ofl.

Margir ætla ekki að endurnýja Costco kortið

Háar, hraðar og óvæntar hækkanir munu líklega valda meiri usla en nú hefur orðið og eru spár á þann veg að stór hluti Coscto korthafa muni endurnýja áskrift sína í verslunina skv. óformlegri könnun á netinu.

,,Maður talar ekki illa um Costco“ sagði fólk á facebook þegar að við birtum fréttina um hækkunina á bensíninu. Var fólki hent út af aðal síðu Cosco fyrir að tjá sig eða deila fréttinni, þannig að ummælin virðast eiga við rök að styðjast a.m.k. hjá sumum.

Við munum fylgjast með verðum hjá öllum söluaðilum á landinu og endilega sendið okkur upplýsingar um verðbreytingar á: neytendur@frettatiminn.is

Við viljum að sjálfsögðu fá líka fréttir af verðlækkunum og upplýsingar um vörur og þjónustu til þess að allra hluta sé gætt.

Athugasemdir

Athugasemdir