Valdimar Tómasson er ljóðaunnendum að góðu kunnur. Hann hefur sent frá sér ljóðabækur undanfarin ár sem að hafa hlotið miklar vinsældir og sem dæmi má nefna að þá var síðasta ljóðabók Valda, eða Ljóða-Valda eins og sumir kjósa að kalla hann, uppseld. Þurfti að prenta ítrekað ný eintök enda ljóðin hans einstaklega vel ort og djúp. 

Hér fer Valdimar með ljóðið um heimskuna sem að byrjar svona

Ó, kæra heimska, ég krýp við þína skör,
ég kom í fóstur til þín barn að aldri.
Tryggð þín líkist fornum göfgum galdri
og glöð þú jafnan stýrir minni för.

Dvalið við dauðalindir 

Kyrrlátur og svalandi
mun kvöldblær dauðans
anda
á augnlok mín.
Og þögnin dvelja
undir þaki mínu.   —

Spor mín liggja til dauðans
og þrá mín
þekkist við hann

Lífið hverfist
í laufvana greinar
og nákaldan næturblæ.

Meðal ljóðabóka sem að Valdimar hefur gefið út eru, Dvalið við dauðalindir, Enn sefur vatnið og Sonnettugeigur. Sjálfur hefur Valdimar sagt að sonnetan þyki erfið viðureignar en hún hafi alltaf heillað sig engu að síður og svo lesendur hans þegar að hann fór að gefa þær út í ljóðabókum sínum. „Sonnettan hefur lengi höfðað til mín og ég hreifst frekar ungur af þessu formi í sonnettum Þorgeirs Þorgeirssonar þar sem hann kom með beitta hugsun og vel tilsniðið form.“ segir Valdimar.

 

Að lokum er hér ljóð eftir Valdimar úr ljóðabókinni; Enn sefur vatnið

Undarleg tilvera

Ungur missti ég þig                                                                                                     en öðlaðist umferðarreyk

og götunnar gný                                                                                                          og tómleikinn fyllti veröld mína.

Hola drauma efnisins                                                                                                  elur brjóst mitt.

Fíflskapur torga                                                                                                       fóstra mig.

 

Athugasemdir

Athugasemdir