Jón Þór nýr formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur

Á aðalfundi SVFR í gær var Jón Þór Ólason kjörinn formaður félagsins. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var Edda Dungal sæmd gullmerki félagsins og er hún vel að því komin.

Fimm sóttust eftir þremur stjórnarsætum og náðu kjöri þeir Hrannar Pétursson sem kemur nýr inn í stjórnina, Rögnvaldur Örn Jónsson og Hörður Birgir Hafsteinsson.

Þorsteinn Ólafs tók þessar myndir á fundinum í gær.

Athugasemdir

Athugasemdir