Það er ýmislegt sem að ber fyrir augu á vefi veraldar og sumt of gott til að vera satt

En svo koma stundum tilboð sem að eru alveg sönn eins og það sem að blaðamaður rakst á, í einni virtustu kauphöll á hinu íslenska Facebook. Hver hefur ekki heyrt um mennina sem að keyptu milljarða málverk á Flóamörkuðum, það gerist víst daglega um allan heim.

Sautján milljarðar á 2.000 krónur – Gjöf en ekki sala!

Á brask og brall er boðið upp á að fá hvorki meira né minna en 17.000.000.000 í seðlum, á aðeins 2.000 krónur. Fyrir þá sem að hafa dreymt um að verða milljarðamæringar, þá er tækifærið lokins komið og á ekki bara silfurfati, heldur á gullfati!

Það eru ekki allir sem að geta státað sig af því að eiga 17 milljarða í seðlum. Oftast, eins og við þekkjum á Íslandi, eru milljarða eignir oftast í ónýtum uppblásnum hlutabréfum eða í ofmetnum fyrirtækjum sem að selja vonir og væntingar á alheims markaði. Eða þá í “ponsí“ bréfum eða öðrum bólu fjárfestingakostum eins og við þekkjum svo vel, ný staðin upp úr allsherjar ponsí-fyllerýi og hruni.

Nei, hér erum við að tala um beinharða seðla og ekkert kjaftæði, hver getur tapað á því?

 

Auglýsingin hljóðar svona: ,,Viltu verða Milljarðamæringur ?
Til sölu 4 Zimbabwe dollarar samtals 17 milljarðar 😉 – Orginal, notaðir seðlar.
Verð 500 kr. stk. seljast minnst 4 saman á 2.000 kr.  Tilvalið að bæta við í afmælis pakkan, eða bara fyrir þig sjálfa/sjálfann ef þú vilt vera milljarðamæringur. Ef þú vilt kaupa sendu mér þá póst.“

Hér er greinilega hægt að gera góð kaup. En í denn þegar að Robert Múgabe forseti Zimbabwe var blankur eða þ.e.a.s. Seðlabankinn sem að gaf út seðlana. Þá var herjað á bankann að sanna innistæður m.a. í gulli. Þá dó Múgabe ekki ráðalaus, lét búa til helling af “gullstöngum“ úr járni og spreyjaði svo stangirnar með gull spreyji. Já, það er víst ekki allt gull sem glóir segir einhver staðar.

En ansi eru þeir nú fallegir seðlarnir! Og 17 milljarða finnur maður ekki á hverju strái og alveg er það öruggt að þeir eru þyngdar sinnar virði í gullinu frá Zimbabwe!

Athugasemdir

Athugasemdir