Í síðustu viku ætluðu landið og miðin að fara á hliðina og allir fjölmiðlar þar með taldir þegar að upp kom mál vegna verðlagningar á vatni á veitingastaðnum í Þrastalundi.

Sverrir Einar Eiríksson veitingamaður í Þrastalundi bar því við að um misskilning væri um að ræða og er þar um allt of langt mál að ræða, til þess að við séum að fara út í þá sálma hér þegar að langt er liðið á föstudag og fólk farið að bíða eftir að komast í helgarfrí.

Sverrir er hinsvegar mikill húmoristi og gerði mikið grín af vatnsmálinu mikla á samfélagsmiðlum og notaði m.a. tækifærið og bar saman verð á vatni á Íslandi og í Berlín, þangað sem að hann var að fara í helgarferð.

,,14 evrur eða 1.754 kr fyrir heitt vatn og tepoka, ekki skrýtið að það komi ekki ferðamenn til Berlin, þvílík og önnur eins ósvífni“   Segir Sverrir og lætur mynd fylgja með.

,,Ekki skánar það 250 ml af vatni á 7 evrur eða kr 875“ segir Sverrir.

Sverrir uppskar mikið af kommentum hjá Baklandi ferðaþjónustunnar og svaraði þeim með húmor og alvöru og menn voru duglegir að tjá sig um málefnið og nefna verðlagningu m.a.

Í einni fyrirspurn sem beint var að Sverri svarar hann :

,,Ertu að segja að kr 875 fyrir 250 ml af vatni sé i lagi? Ég get ekki ímyndað mér að nokkur ferðamaður láti bjóða sér þetta, ég er að reyna að finna bakland ferðaþjónustunnar hér i Berlin, það er tími til kominn að við íslendingar ausum úr viskubrunni okkar um hvernig á að verðleggja te, kaffi og vatn. Þeir hafa greinilega ekki hundsvit á því hérna “

Hér fagnar Sverrir ókeypis íslensku vatni sem að hann fékk gefins í farþegavél á leið til Berlínar.

Húmorinn er í góðu lagi á þessum bæ enda er lífið of stutt í annað!

Góða helgi kæru lesendur og njótið vatnsins hvar sem þið eruð og góðu fréttirirnar í s.l. viku voru þær að vatnið í Reykjavík er drekkanlegt.

Athugasemdir

Athugasemdir