Íslenska ánægjuvogin var afhent í morgun á Grand Hótel.

Meðfylgjandi er fréttatilkynning og mynd af fulltrúum þeirra fyrirtækja sem voru hæst í sínum flokki.

Grand hótel – 26.jan 2018

Verðlaunahafar: Liv Bergórsdóttir forstjóri NOVA, Hermann Björnsson forstjóri Sjóvá, Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR, Karen Rúnarsdóttir markaðsstjóri Krónunnar, Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka, Ásgeir Margeirsson forstjóri HS orku, Birgir Örn Friðjónsson framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni BYKO og Einar Jón Másson aðstoðarframkvæmdastjóri Costco.

Þann 26. janúar voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2017 kynntar og er þetta nítjánda árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti.

Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 25 fyrirtæki í 8 atvinnugreinum og byggja niðurstöður á um 200-1.100 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis. Líkt og undanfarin fjögur ár er viðurkenning einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina.

Í ár var afhent viðurkenning á fimm mörkuðum. Á eldsneytismarkaði fékk bensínstöð Costco 86,5 stig af 100 mögulegum, Nova fékk 76,4 á farsímamarkaði, Vínbúðir ÁTVR fengu 74,1 stig á smásölumarkaði, BYKO fékk 68,9 á byggingavörumarkaði og Íslandsbanki fékk 66,5 stig á bankamarkaði. Costco eldsneyti var einnig með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið og eru viðskiptavinir eldsneytissölu Costco þar af leiðandi þeir ánægðustu á Íslandi. Hins vegar ber að taka fram að Costco er ekki með ánægðustu viðskiptavinina á smásölumarkaði en þar var Costco með lægstu einkunnina eða 59,1 stig.

Efstu fyrirtækjum á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti voru ekki veittar viðurkenningar en hins vegar var fulltrúum þessara fyrirtækja færður blómvöndur í viðurkenningarskyni. Þeir markaðir þar sem ekki var marktækur munur á milli hæstu og næsthæstu einkunnar voru tryggingafélög, raforkusölur og matvörumarkaður. Einkunnir allra birtra fyrirtækja í hverri atvinnugrein má sjá í töflunni hér að neðan.

Bankar 2017 2016 Farsímamarkaður 2017 2016
Íslandsbanki 66,5* 65,2* Nova 76,4* 72,1*
Landsbankinn 63,2 61,3 Vodafone 69,7 65,4
Arion banki 63,1 59,0 Síminn 66,9 66,0
             
Tryggingafélög 2017 2016 Eldsneytisfélög 2017 2016
Sjóvá 66,77 67,76 Costco bensín 86,5* N/A
TM 66,76 68,57 Atlantsolía 68,8 74,0*
Vörður 66,25 69,64 Orkan 67,2 69,2
VÍS 61,83 64,00 ÓB 67,0 69,7
        Olís 66,1 70,0
Raforkusölur 2017 2016   N1 63,7 67,0
HS Orka 68,0 61,4        
Orka náttúrunnar 64,4 65,5*   Smásöluverslun 2017 2016
Orkusalan 63,8 59,0   Vínbúðir ÁTVR 74,1* 71,8
        BYKO 68,9 N/A
Matvöruverslanir 2017 2016   Krónan 68,9 N/A
Krónan 68,9 N/A   Nettó 68,8 N/A
Nettó 68,8 N/A   Bónus 64,5 N/A
Bónus 64,5 N/A   Húsasmiðjan 62,3 N/A
        Costco 59,1 N/A
Byggingavöruverslanir 2017 2016        
BYKO 68,9* N/A        
Húsasmiðjan 62,3 N/A        
        *Marktækt hæsta einkunn á viðkomandi markaði.

Athugasemdir

Athugasemdir