Bráðabirgðaniðurstöður krufningar á líki 27 ára gamals fransks ferðamanns sem fannst látinn í brattlendi við Sandfell í Öræfum þann 16. janúar, benda til þess að hann hafi látist, á Gamlársdag, af ofkælingu eftir að hafa fallið í hlíðum fjallsins.

Maðurinn kom til landsins að kvöldi Þorláksmessu og tók bílaleigubíl á leigu við komuna.

Af gögnum sem aflað hefur verið við rannsókn málsins liggur fyrir að hann var á bíl sínum í Skaftafelli þann 29. desember og að um kl. 23:00 að kvöldi 30. desember var hann staddur á Öræfajökli, í hlíðum Hvannadalshnjúks og átti þá eftir um 8 km göngu, um óbyggðir, í myrkri að þeim stað þar sem hann fannst.

Athugasemdir

Athugasemdir