Reykjavík Folk Festival fer fram í áttunda skipti í ár og verður haldin á KEX hostel (gamli nýló salurinn) dagana 1.-3. mars milli kl 20 og 23

Þetta er einlæg tónlistarhátíð þar sem við sköpum notalega stemmingu og nánd milli tónlistarmannsins og áheyrandans. Dagskráin í ár er fjölbreytt eins og áður, með vænum þverskurði þess sem er að gerast í þjóðlagatónlistarsenunni í dag.

Við höfum bæði fjölda nýrra listamanna í þjóðlagageiranum á borð við Árna Vil og Madz Mouritz í bland við gamalkunna og þjóðþekkta einstaklinga á borð við Pétur Ben, Láru Rúnars, Teit Magnússon, Myrru Rós og okkar eina sanna Bjartmar Guðlaugs.

Sömuleiðis fáum við smakk af erlendri þjóðlagaflóru, en við fáum bæði Madz Mourits sem hefur getið sér gott orð í heimalandinu sínu Danmörku, auk þess sem grískt kaffihúsaband mun byrja föstudagskvöldið, undir dyggri stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar buzukileikara.

Nánari upplýsingar fást hér:
Listamenn reykjavík folk festival. 
reykjavikfolkfestival@gmail.com

Athugasemdir

Athugasemdir