Rússar eru ólympíumeistarar í íshokkí karla

Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu beggja liða og létu menn finna vel fyrir sér. Leikurinn var jafn, spennandi og skiptust bæði lið á að skora. Þótt Rússar hafi þótt sigurstranglegri fyrir fram enda höfðu þjóðverjar tapað fyrstu tveimur leikjunum í riðlakeppninni en komið síðan til baka af miklum krafti og komist í úrslitaleikinn.

Þegar hálf sekúnda er eftir af fyrsta leikhluta skorar Voinov fyrir Rússa

Um miðjan annan leikhluta jafna Þjóðverjar, með marki Felix Schultz

Síðan í seinasta leikhluta verður allt vitlaust, þegar 6 og hálf mínúta er eftir af leiknum kemur Nikita Gusev Rússum yfir, 10 sekúndum síðar jafnar Dominik Kahun fyrir þjóðverja

Þegar rúmlega 3 mínútur eru eftir kemur Jónas Muller þjóðverjum fyrir

Rússar jafna 3-3 þegar tæp mínóta er eftir með öðru marki Nikita Gushev, þegar liðið er manni færri

Leikurinn fer í framlengingu allt er í járnum en að lokum skorar Kiril Kaprisov gullmark og tryggir Rússum sigur 4-3 og gullverðlaunin í íshokkí karla

Benedikt Sigurðsson, íþrótta fréttamaður

Athugasemdir

Athugasemdir