Uppfært kl.23.30 – Talningu atkvæða í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er lokið. Samtals greiddu 3.885 atkvæði.

  • Eyþór Arnalds vann afgerandi sigur með 2.320 atkvæði
  • Áslaug María Friðriksdóttir varð í öðru sæti með 788 atkvæði
  • Kjartan Magnússon endaði í þriðja sæti með 460 atkvæði
  • Vilhjálmur Bjarnason í fjórða sætinu með 193 atkvæðinu og
  • Viðar Guðjohnsen fékk fæst atkvæði eða 65 atkvæði
  • Auðir seðlar og ógildir voru 59.

Nú þegar að liðlega 1.400 atkvæði hafa verið talin, kom í ljós að Eyþór Arnalds var með rúmlega átta hundruð atkvæði. Ef heldur áfram sem horfir er hann borgarstjórnarefni Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum.

Leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fór fram í dag, milli klukkan 10.00 og 18.00. Um er að ræða sérstakt leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Valið verður milli fimm frambjóðenda og má aðeins kjósa einn í forystusætið. Kjörnefnd mun skipa listann að öðru leyti.

Hér að neðan má sjá kynningu Eyþórs á hugmyndum sínum en skv. nýjustu tölum, nú rétt í þessu, þá er hann í fyrsta sæti í prófkjörinu.

Breytinga er þörf Í vor gefst einstakt tækifæri til að snúa af braut þeirrar óstjórnar sem einkennt hefur Reykjavíkurborg síðustu árin. Borgarbúar eru orðnir langþreyttir á umferðartöfum, bílastæðaleysi, íbúðaskorti, leikskólavanda, stækkandi stjórnkerfi og lélegri þjónustu.
Sjálfstæðisflokkurinn er eina stjórnmálaaflið sem getur haft burði til að leiða breytingar í borginni. En þá þarf hann að vera afdráttarlaus. Með skýrri afstöðu og fumlausum skilaboðum eigum við von á að vinna sigur í vor. Ég býð mig fram til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum.
Ég hef áður tekist á við vinstri meirihluta þar sem skýr skilaboð okkar sjálfstæðismanna um breytingar, stuttar boðleiðir, bætta þjónustu og minna stjórnkerfi fengu hljómgrunn hjá íbúum. Ég hef líka reynslu af því að takast á við verkefnið eftir kosningar og ná tökum á vandanum.
Ég er alinn upp í Reykjavík og mér þykir afar vænt um borgina okkar. Hún á betra skilið. Reykjavík þarf að endurheimta forystuhlutverk sitt sem höfuðborg. Hún á að vera eftirsóttur búsetukostur fyrir unga sem aldna.
Borgin á að standa sig í samkeppni um ungt fólk sem hefur val um búsetu erlendis. Reykjavík á að vera fyrsti kostur fyrir fjölskyldufólk í stað þess að missa það frá sér til nágrannasveitarfélaganna. Ég hef sett fram helstu stefnumál á undanförnum dögum og hér að neðan er hægt að nálgast sum þeirra á myndböndum.
Breytinga er þörf — fyrir Reykjavík www.facebook.com/eythorarnaldsrvk/

Athugasemdir

Athugasemdir