Fjölmenni var á flokksráðsfundi VG á Grand Hotel í Reykjavík þar sem komandi sveitarstjórnarkosningar eru til umræðu. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra og formaður Vinstri grænna hélt ræðu og ýmislegt var rætt á fundinum. M.a. stjórnarsamstarfið ofl. voru til umræðu og sitt sýndist hverjum.

Staða inn­flytj­enda á Íslandi, jafn­rétti, verk­efni rík­is­stjórn­ar­inn­ar og kom­andi sveita­stjórn­ar­kosn­ing­ar var á meðal þess sem Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra og formaður Vinstri grænna, tæpti á í ræðu sinni á flokks­ráðsfundi VG í dag.

,,Und­an­farið hef­ur rík­is­stjórn­in átt nokkra fundi með aðilum vinnu­markaðar­ins um stöðuna þar. Þeir fund­ir hafa verið upp­lýs­andi, að sögn Katrín­ar. Á þeim síðasta var tals­vert rætt um hús­næðismál. Það mun verða eitt af áhersl­um í kom­andi sveita­stjórn­ar­kosn­ing­um.
Hún benti einnig á þá erfiðu stöðu að allt frá ní­unda ára­tug síðustu ald­ar hefði ekki verið sátt um hvernig ætti að safna launa­töl­fræði og hvernig ætti að vinna með þau gögn. Það væri erfitt að vinna sam­an ef fólk væri „ekki sam­mála um und­ir­stöðurn­ar,“ seg­ir Katrín

Kom­andi sveita­stjórn­ar­kosn­ing­ar, mál­efni dóms­málaráðherra og sam­vinna við aðra vinstri og um­hverf­is­flokka í norður Evr­ópu í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi var meðal þess sem Edw­ard Huij­bens, vara­formaður Vinstri grænna, fór yfir í ræðu sinni á flokks­ráðsfundi VG í dag.  „Vinda hef­ur lægt inn­an flokks­ins eft­ir að rík­is­stjórn var mynduð,“ sagði Edw­ard. Þetta er fyrsti flokks­ráðsfund­ur VG eft­ir að flokk­ur­inn gekk í rík­is­stjórn. Hann sagði jafn­framt að flokk­ur­inn væri að breyta Íslandi.“  að sögn Edwards. Varðandi málefni dómsmálaráðherra, þykir honum eðlilegt að hún segi af sér og að flokkur hennar taki á málinu enda sé það fyrst og fremst þeirra mál að sjá um það.

Athugasemdir

Athugasemdir