Um það bil 250 manns eru mættir í ráðhúsið í Bergen á þessu mánudagskvöld í apríl 2016. Það er mjög heitt þar inni og þröngt. Fólkið er í uppnámi vegna afhjúpunnar sem að átt hefur sér stað. Nokkrir eru grátandi. Allir eru í uppnámi. Aðrir eru reiðir.

Óttaslegnir foreldrar hafa mætt á staðinn og spyrja spurninga um hvernig þetta gæti hafa gerst. Einhverjir furða sig á því hvers vegna karlmenn eru hafði í vinnu í leikskólum yfir höfuð. Einhver nefnir að réttast væri að hafa eftirlitsmyndavélar í leikskólum.

Aftarlega í salnum er einn af leikskólakennurum leikskólans, Henrik (32 ára). Honum líður illa. Hvað þýddu allar þessar augngotur og hvísl á milli manna þegar hann kom til fundarins? Aðeins nokkrar klukkustundir eru liðnar frá því að það var vitað að einn af þeim karlmönnum sem vinna í leikskólanum hefur viðurkennt misnotkun gegn fimm drengjum í leikskólanum.

Eitt af foreldrum leikskólans sem er á fundinum í ráðhúsinu stendur upp og hefur mál sitt á því að það gæti verið mögulegt að fleiri standi á bak við misnotkunina á drengjunum. Jafnvel gæti verið að annar starfsmaður hafi haldið dyrunum lokuðum á meðan að hinn stundaði misnotkunina. Hann gæti aldrei hafa staðið í þessu einn, það hljóta að vera vitorðsmenn á leikskólanum!

Drengurinn sem sagði frá

Þremur dögum fyrir fundinn var starfsmaðurinn handtekinn af lögreglunni. Farið var leynt með handtökuna á hinum 31 árs gamla aðstoðarmanni í leikskólanum sem að hafði stöðu sakbornings. Nafn hans hafði heldur hvergi verið getið.

Hann var afhjúpaður af fjögurra ára dreng sem var nógu hugrakkur til þess að segja frá. Áhyggjufullur, hræddur og reiður fór hann úr rúminu sínu kvöldið áður og sagði foreldrum sínum hvað hinn 31 ára gamli leikskóla starfsmaður hafði gert honum í leikskólanum.

Morguninn eftir hafði faðirinn samband við lögregluna og tilkynnti um frásögn drengsins. Faðirinn vonaði í lengstu lög að það væri eitthvað annað sem að hafði gerst en það sem að barnið hafði sagt frá. Sögur barnsins voru ógeðslegar og snéru að misnotkun á því.

En hjá lögreglunni játaði leikskóla aðstoðarmaðurinn að hafa misnotað soninn og fjóra aðra stráka. Eða samtals fimm unga drengi í leikskólanum, en síðar kom í ljós að þeir voru sjö.

Fréttir af misnotkuninni á leikskólanum í Bergen varð til þess að mikil umræða fór af stað í öllum Noregi og fólk hafði miklar áhyggjur af stöðu mála víðs vegar um landið.                  Í haust var svo maðurinn dæmdur í fangelsi í tíu ár fyrir misnotkun gegn sjö drengjum á leikskólanum. Hann neitaði samt sök í tveimur málunum en það var ekki tekið trúanlegt.

Þetta hefur verið erfiður tími fyrir bæði aðstandendur og starfsfólk og sérstaklega fyrir karlmenn sem að störfuðu í sama leikskóla og misnotkunin átti sér stað í.

Mánudaginn eftir handtökuna, mætir starfsmaður leikskólans, Henrik, til vinnu eins og alltaf en verður fljótlega var við að það er ekki allt eins og það á að vera. Venjulega mæta leikskólakennarar og starfsfólk á fund áður en að skólinn opnar á mánudögum.
Samstarfsmaður hans fer þá að athuga hvað hafi gerst, engin er mættur á fundinn.

Samstarfsmaðurinn kemur svo tíu mínútum síðar í miklu uppnámi og tilkynnir hvað hafi gerst. Þeim verður báðum verulega brugðið við þessar ömurlegu fréttir en vita ekkert hvað hefur gerst almennilega. En í hádegishléinu, þá eru komnar fréttir frá fjölmiðlum um málið.

Þar er sagt frá mjög alvarlegum kynferðisbrotum sem að áttu sér á þeirra vinnustað en engin nöfn eru nefnd, aðeins aldur starfsmannsins sem að hafði játað sök og að hann væri í haldi lögreglunnar. En allir karlkyns starfsmennirnir á leikskólanum voru á svipuðum aldri og þóttu þeim hinum, erfitt að vera jafnvel grunaðir um verknaðinn. Sögur fóru strax á kreik, þeir félagar voru m.a. sakaðir um aðild að málinu og dómstóll götunnar var óvæginn.

Umsvifalaust átta þeir félagar sig á því að þeir verði að vera mjög sýnilegir á leikskólanum til þess að foreldrar átti sig á því að ekki hafi verið um þá að ræða í þessu hræðilega máli og að þeir væru ekki í haldi hjá lögreglunni. Það var það eina sem að þeim datt í hug að gæti virkað til þess að halda í mannorð sitt sem þegar var farið að bera hnekki.

Andreas (31 árs) flýtir sér niður á deildina til að taka á móti foreldrum sem voru að sækja börnin sín eftir að fréttir fóru að berast í fjölmiðlum. ,, Ein móðirin kom hlaupandi inn á deildina að ná í barnið sitt og var mjög reið á svipinn en sýndi mér þó kurteisi. Skiljanlega var fólki brugðið og í uppnámi eins og við öll hin sem að vorum saklaus.

Fréttin fór eins og eldur í sinu í alla fjölmiðla á met hraða og það var sárt að lesa sumar athugasemdirnar í kommenta kerfunum. Eins og þegar að það var verið að fordæma að karlemnn fengju leyfi yfir höfuð að vinna í leikskólum. Næstum níu prósent af um 94.000 manns í norskum leikskólum eru karlar. Í hvert sinn sem að málefna eins og í Bergen koma fram, fer umræðan um karla í leikskólum aftur af stað.“

Grunur – Áfallastreituröskun

Fyrstu dagana eftir að misnotkunin kom í ljós, upplifðu t.d. tveir samstarfsmenn í Bergen það þeir gætu ekki verið neitt frá vinnu, Þeir mættu ekki verða veikir og að þeir yrðu að fara að vinna eins og venjulega alveg sama hvað kæmu upp á. Því annars mundi fólk verða tortryggið og finnast grunsamlegt að þeir væru ekki í vinnunni. Þeir hugsuðu ekki um annað en að gæta varúðar.

Það voru fleiri starfsmenn sem að pössuðu að engin grunur gæti fallið á þá. Þeir pössuðu sig á því að vera aldrei einir með barni í lokuðu rými eða einir með barni í gönguferðum í nágrenni leikskólans. Sumir starfsmenn fengu áfallastreituröskun vegna atburðanna og eftirmála þeirra og verkja m.a. í líkamann og þjást af svefnleysi, kvíða og þunglyndi.

Strax og fjölmiðlar birtu upplýsingarnar um misnotkunar- málið, þá fóru miklar sögusagnir og spjall fram hjá fólki um það hver hinn seki væri. Henrik fékk sms ,, er það Andreas?“

Henrik kemst svo síðar að því að það voru margir að afla sér upplýsinga um hann og aðra starfsmenn leikskólans á internetinu. Þegar að hann slær inn nafnið sitt í leitarreitnum hjá Google þá kemur nafn hans upp og allra starfsmanna á leikskólum löngu eftir að hann er hættur þar sem starfsmaður.

Full nöfn þeirra sem vinna á leikskólanum ásamt upplýsingum um leikskólann er ein vinsælasta leitin á Google þann dag sem málið var upplýst.

Fyrir Andreas er málið enn verra. Blöðin skrifa um að barnaníðingurinn sé frá Austurríki og hafi verið vinsæll og góður við börnin. Á heimasíðu leikskólans er sýnt myndband frá leikskólanum þar sem Andreas er að tala við börnin með ástralskri mállýsku. Þeir sem skoðuðu myndbandið trúðu því að þetta sé myndband af níðingnum. – Andreas varð að taka það fram opinberlega að svo væri ekki.

,,Ég vildi helst birta nafn mitt og mynd, jafnvel í Bergensavisen og gera það ljóst að það var ekki ég sem framdi afbrotin.“ Segir Henrik.

Andreas vinur minn á líka við meiri vanda að stríða. Dóttir hans var á deildinni þar sem árásarmaðurinn vann. Það mun taka tíma áður en hann hættir að vera hræddur um barnið sitt, tilfinningarnar hafa farið illa með Andreas. Bæði vegna þess að dóttir hans var á deildinni og svo sem starfsmaður gagnvart fólki sem að hélt að hann væri sekur um ódæðið

Sú staðreynd að leikskólabörnin eru of lítil til að skilja alvarleika misnotkunar er einnig erfið, þau skilja ekki hví barnaníðingurinn er núna í fangelsi. Hann sem var svo skemmtilegur og vinsæll á meðal allra barnanna. Dóttir Andreas trúir því að níðingurinn sé í fangelsi vegna þess að hann hafi stokkið yfir girðinguna, það er nefnilega bannað.

,,Hann misnotaði ekki dóttur mína, ég hef ekki gert hann að skrímsli í hennar augum. En það voru mjög blandaðir tilfinningar um hvernig ég ætti að taka á þessu máli. Heima hef ég tekið niður myndir úr leikskólanum þar sem að barnaníðingurinn sést á.“ Segir Andreas.

Sama dag og upp komst um málið, fóru allar stofnanir bæjarins sem að málið varðaði á fulla ferð í að vinna í málinu og boðað var til fundar í ráðhúsinu strax um kvöldið. Þar var upplýst um nafn starfsmannsins sem að hafði þá játað á sig verknaðinn hjá lögreglu.

Starfsfólk leikskólans var beðið afsökunar á því álagi sem á það hafði verið lagt út af þessu hryllilega máli og lofað var að verkferlar yrðu lagaðir þegar og ef svona mál kæmu upp aftur. Foreldrar sumir hverjir sendu starfsfólkinu hlýjar kveðjur og klöppuðu fyrir þeim og lýstu því yfir að þau treystu starfsfólkinu vel fyrir börnunum sínum. Eðlilega var foreldrum mjög brugðið við þegar að málið kom upp og mikið áfall fyrir alla.

“Viðbrögð foreldra og bæjaryfirvalda til starfsmanna voru okkur ómetanlegur stuðningur.“

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir