Dóttir Bill Cosby’s, Ensa, 44 ára er látin en hún lést í Massachusetts vegna veikinda í nýrum að sögn talsmanns fjölskyldunnar

Bill Cosby missti annað af sínum fimm börnum árið 1997, þegar 27 ára sonur hans, Ennis, sem að hafði útskrifaðast við Columbia háskólann, var skotinn til bana meðan hann var að skipta um dekk sem hafði sprungið á bíl hans, nálægt lestarbrautinni í Los Angeles. Síðar var 22 ára gamall maður dæmdur sekur um morðið og dæmdur til lífstíðar í fangelsi án möguleika á því að verða sleppt aftur úr fangelsi.

Bill Cosby á heimili í vestur Massachusetts, í bænum Shelburne Falls.
Ensa Cosby talaði fyrir hönd föður síns og lýsti yfir sakleysi hans í réttarhöldum á síðasta ári vegna ákæru um að Cosby hefði byrlað konum ólyfjan og misnotað þær.

Hann hefur jafnframt neitað sekt og er laus gegn tryggingu en réttarhöld hefjast að nýju 2. apríl n.k.  Ensa Cosby trúði algerlega á sakleysi föður síns og hélt því fram að kynþáttafordómar stæðu að baki því að faðir sinn hefði verið ásakaður.

,,Það er sorglegt á sjá hvernig föður mínum er refsað af samfélagi sem trúir því enn að svartir menn nauðgi hvítum konum. En þegar hvítir menn eru sakaðir um kynferðisbrot er bara sagt, „strákar eru strákar“ og hvernig stjórnmál landsins láta draga sig inn í þessa kynþáttapólitík er með ólíkindum. Faðir minn hefur verið opinberlega tekinn af lífi í fjölmiðlum,“ sagði hún.

„Strákar verða strákar“ var augljós tilvísun í ummæli Donalds Trump er hann afsakaði ógeðslegar athugasemdir sínar um konur sem „búningsklefa spjall.“

Málaferlin vegna ásakana sem hafa verið lagðar fram af sjö konum sem hafa sakað Cosby um kynferðislega misnotkun, bíða enn réttarhalda í Massachusetts.

Ensa Cosby birtist á einum þætti í sjónvarpsþáttunum „The Cosby Show“, sem sýndir voru frá 1984 til 1992. En í þeim var Cosby íslendingum vel kunnur í þáttunum um farsæla lækninn og fullkomnu fjölskyldu hans hér á árum áður en Cosby er nú áttræður.

Í seinni tíð hefur Cosby verið talsvert í fjölmiðlum vegna fjölda ásakana kvenna sem að hafa sakað hann um kynferðisbrot, m.a. hefur hann ítrekað verið sakaður um að byrla konum svefnlyfi, áður en að hann misnotaði þær. Réttarhöld hafa verið vegna þessara ásakana undanfarin misseri en þess ber að geta að heilsa Cosby hefur verið slæm og hann verið studdur inn í réttasali af aðstoðarmönnum sínum. Áframhald langra réttarhalda bíða Cosby næstu misserin vegna þeirra ákæra sem liggja fyrir.

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir