Fjórir hafa látist í bílslysum í dag vegna mikilla snjókomu og hálku sem hefur verið undanfarna daga í Bretlandi og m.a. hafa hundruðir skóla neyðst til þess loka, vegna mikilla samgöngutruflana í stórum hluta Bretlands. Í dag var búið að loka meira en 340 skólum.

Fjölda lesta- og flugferða hefur verið aflýst og sumum vegum hefur einnig verið lokað eftir miklar snjókomur á stóru svæði.

Lögreglan hefur tilkynnt um slæm akstursskilyrði og lokanir á vegum og varað við mörgum ökutækjum sem að sitja föst víðsvegar í vegaköntum á þessum kaldasta vetri síðan 1991.

Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna mikillar snjókomu í Skotlandi. Humza Yousaf, skoski samgönguráðherrann, sagði að nú væri gul viðvörun fyrir jarðfallinn snjó og vind, meðfram allri austur ströndinni og yfir miðbeltið milli Edinborgar og Glasgow og eins langt vestur og að Greenock.

Gul viðvörun hefur verið virk, frá því snemma á miðvikudaginn og gæti verið breytt í rauða viðvörun vegna veðurs á ákveðnum svæðum.  Veðurfræðingar segja að verstu svæðin gætu mælst með yfir 40 cm. af snjó.

Yousaf sagði enn fremur ,,Við erum að fylgjast með og sterklega er gert ráð fyrir því að breytt verði í rauða viðvörun. Það þýðir áframhald á truflunum ásamt lokunum á skólum.“

Athugasemdir

Athugasemdir