Útskriftarnemar í bókbandi, grafískri miðlun, ljósmyndun og prentun verða með nemendasýningu laugardaginn 3. mars n.k. – kl. 13:00–15:00. Bókband, grafísk miðlun/prentsmíð, ljósmyndun og prentun eru allt löggildar iðngreinar.

Að þessu sinni útskrifast alls tuttugu og tveir nemendur – þrír úr bókbandi, sex í grafískri miðlun/prentsmíð, tólf í ljósmyndun og einn í prentun.

Hóparnir, með aðstoð kennara, hafa unnið saman að skipulagi, uppsetningu og markaðssetningu á útskriftarsýningunni. Tilgangur hennar er að vekja athygli atvinnulífsins á útskriftarefnunum því nú eru nemendur í þeim sporum að finna sér námssamninga og ljúka sveinsprófi.

Nemendur hafa boðið forsvarsmönnum og starfsmönnum fjölda fyrirtækja í iðngreinunum ásamt ættingjum sínum og vinum á sýninguna til að sjá afrakstur vetrarins og kynnast náminu. Það er einnig tilvalið fyrir alla sem hafa áhuga á námi í þessum greinum að koma og kynna sér iðngreinarnar og spjalla við útskriftarefnin og kennara.

Nemendur eru með kynningar á Facebook síðu Upplýsingatækniskólans ( utskoli ) og SnapChat Tæknisskólans (tskoli) dagana fyrir sýningu. Hægt er hægt að fylgjast með á www.ljosmyndadeildin.com sem og Instagram myndasíðunum grm.indd og ljosmyndadeildin þar sem hægt er að sjá undirbúning og daglegt starf þeirra í skólanum.

Athugasemdir

Athugasemdir