ALLIR AÐ MÆTA!  Fjölmennum í Héraðsdóm! Dómsuppkvaðning á morgun, þriðjudag 27. mars kl. 11.40 í dómssal 202 í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli því sem Flokkur fólksins stendur að, fyrir hönd eldri borgara almennt

,,Málið er einstakt (prófmál) og mun leggja fordæmi að því, hvort ríkissjóður verði að greiða öllum þeim eldri borgurum sem skertir eru vegna lífeyrissjóðsgreiðslna sinna, til baka skerðingar sem þeir sættu fyrir janúar og febrúar 2017. Þinghaldið er opið.“ segir í yfirlýsingu gráa hersins sem að hvetur eldri borgara til þess að mæta í dómsuppkvaðningu.

Forsaga málsins:
Í nýjum lögum um almannatryggingar nr. 116 frá október 2016 og tóku gildi 1. janúar 2017 var ekki kveðið með óyggjandi hætti að greiðslur úr lífeyrissjóði ætti að skerða ellilífeyri frá almannatryggingum. Þessu var síðan „kippt í liðinn“ með lögum nr. 9 frá 28. febrúar 2017 og skerðingarnar gerðar afturvirkar til 1. janúar 2017.

Stefndi, sem hafði orðið fyrir þessum skerðingum frá 1. janúar – 28. febrúar 2017, taldi þær ólögmætar og að ólögmætt væri að skerða lífeyri með lögum aftur í tímann.

Lögmenn stefnanda og stefnda (Tryggingarstofnunar) tókust á um málið fyrir dómara og málið síðan lagt í dóm.

Ef dómurinn verður stefnanda í hag, þá kom fram í máli lögmanns stefnda að eldri borgarar sem urðu fyrir skerðingum á ellilífeyri vegna þessara afturvirku laga í janúar og febrúar 2017, gætu átt inni hjá Tryggingastofnun samtals í kringum 5 milljarða. Það eru 45% skerðingar á ellilífeyri vegna greiðslu úr lífeyrissjóð eins og núgildandi lög kveða á um.

Dómari: Daði Kristjánsson héraðsdómari

Athugasemdir

Athugasemdir