Forseti Íslands afþakkar launauppbót frá Kjararáði sem hefur verið ein örlátasta stofnun sem um getur þegar að kemur að ákvörðunum launa æðstu ráðamanna og sumra ríkisstarfsmanna eins og frægt er orðið. Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að fara ofan í saumana á starfsemi Kjararáðs og stokka þar upp, eins og áður hefur verið greint frá.

Guðni Th. Jóhannesson, gefur peninginn sem Kjararáð bætti ofan á ríkuleg laun ráðamanna í góðgerðarstarfsemi eins og kunnugt er og er stoltur af því og ánægður.

Biskup Íslands vildi ekki tjá sig um það þegar að hún var spurð um hvort að hún ætlaði að gefa eitthvað til góðgerðarmála af vænni eingreiðslu upp á rúmlega 3.3 milljónir króna sem að hún fékk greitt afturvirkt eftir að hafa beðið Kjararáð um hækkun launa.

Sem að hún fékk auðvitað frá Kjararáði, upp á 18% sem að skilar henni þá 1.553.359 krónum á mánuði í laun fyrir utan að hún býr nánast frítt í 487 fermetra einbýlishúsi sem að kirkjan á, auk annara ótalinna fríðinda sem eru fyrir utan beinar launagreiðslur.

Heildar launagreiðslur fyrir árið með afturvirku greiðslunni ætti að skila  22.000.000 krónum til Biskups í árs laun og þá er ótalið nánast frítt einbýlishús upp á um 500 fm. , ferða-og bílakostnað og allt annað. Með fríðindum má áætla um sé að ræða um 30.000.000 kr. á árinu.

Tíund af 30.000.000 kr. eins og boðað er í biblíunni ættu þá að vera 3.000.000 kr. ef að það viðmið væri notað, kysi Biskupinn að gefa eitthvað til góðgerðarmála, en eins og áður sagði, þá fór Agnes Biskup undan í flæminig og var brugðið við spurningu fréttamanns og sagðist orðrétt ,,ekkert svara því um hvort að hún mundi gefa eitthvað til góðgerðarmála.“

Agnes sagðist ,,ekki persónulega hækka í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar.“ Flestir mundu þó álykta að um sömu persónuna væri um að ræða, þar sem að engin önnur en hún er æðsti maður þjóðkirkjunnar. En ekki hafa fengist frekari skýring á þessari útskýringu Biskups en líklegt verður þó að telja að launagreiðslur lendi á hennar reikningi.

Guðni Th. Jóhannesson, sagðist ekkert hafa beðið um þessa peninga frá Kjararáði og afþakkaði þá og m.a. líka það, að handhafar forsetavalds fylgdu honum út á flugvölll þegar hann fer úr landi, líkt og tíðkast hefur um ferðir forsetans hingað til. Jafn undarlegt eins og það kann að hljóma að einhver ráðamaður eða ráðherra, sitji með í bíl með Forsetanum út á völl, enda margar ferðir farnar um há nótt m.a. Guðni tekur bara ekki þátt í svona rugli.

Guðni Th. Jóhannesson bað fórnarlömb uppreist æru málanna afsökunar fyrir sína aðkomu og bauð þeim til sín í heimsókn í Forsetabústaðinn. Aðrir sem að komu að þeim málum hefðu mátt sýna vott af sóma en við þekkjum þá sögu nú og ekki var hún falleg og engar hafa afsökunarbeiðnirnar verið eða afsagnirnar ef að frá er talin afsögn heillar Ríkisstjórnar. Þegar að Björt Framtíð sleit Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar út af leyndarhyggju vegna kynferðisbrotamála og að faðir hans hafði skrifað upp á uppreist æru en því leynt af fyrrverandi Dómsmálaráðherra sem er einnig núverandi Dómsmálaráðherra.

Hvað gerðist svo í þeirri tilraun til siðbóta á Íslandi, hjá Bjartri Framtíð?

Jú, Þjóðin kaus sama fólkið aftur í sömu stólana en siðbótaflokkurinn þurrkaðist út.

Eliza Reid eiginkona Forsetans mætti glæsileg á Edduna. Í forláta jakka sem að margir höfðu orð á hvað væri fallegur: Eliza keypti jakkann í Rauðakrossbúðinni í Þingholtunum.

,,Gaman var á Edduhátíðinni í gærkvöldi, til hamingju verðlaunahafar og þið öll sem voruð tilnefnd! // lots of fun at the Edda Awards last night. Congrats to all winners and nominees. All of you abroad, go out and enjoy some Icelandic film and tv!“ sagði Eliza

Athugasemdir

Athugasemdir