Olíuverð lækkaði um tæplega dollar í dag á mörkuðum – Hlutabréf Statoil féllu í Kauphöllinni

Í dag lækkaði verð fyrir norðursjávar olíu úr 70,39 Bandaríkjadalum á tunnu niður í 69,62 dali á tunnu eða samtals um 84 sent.

Lækkunin hefur m.a. valdið því að norska olíufélagið Statoil er í niðursveiflu eftir daginn sem byrjaði þó ágætlega fyrir olíufélagið á mörkuðum. En verðið hefur verið að síga niður undafarna daga og nú síðast í dag féll það hratt niður. Klukkan 15.50 í dag lækkuðu svo í kjölfarið, hlutabréfin í olíufélaginu um 0,86 prósent og hlutabréfavísitalan í norsku kauphöllinni í Osló féll talsvert. Það er aukin framleiðsla á olíu í Bandaríkjunum sem hefur leitt til lækkunar olíuverðs.

Strax við opnun markaða í New York í dag, féllu úrvalsvísitölur

  • Dow Jones er niður um 0,17 %
  • Nasdaq Composite féll um 0,29 %
  • S&P 500 féll einnig um 0,24 %

 

Athugasemdir

Athugasemdir