NCE Maritime Cleantech fær 1.5 milljarð í styrk frá ESB til að þróa 150 farþega rafmagns ferju sem mun sigla á milli Stavanger og Hommersåk í Rogaland fylki í Noregi

þetta er ein stærsta fjárhæð sem veitt hefur verið í eitt verkefni af hálfu Evrópusambandsins.           NCE Maritime Cleantech samanstendur af um 75 norskum fyrirtækjum og jafnframt er samvinna um verkefnið við Thames Clippers Ltd. í London. Wärtsilä í Hollandi , University of Strathclyde , Fraunhofer IEM og HSVA í Þýskalandi og Waterwegen & Zeekanal NV í Belgíu.

,,Þetta er stór dagur fyrir okkur öll og mikilvæg viðurkenning á stöðu okkar sem vinnum að grænum og snjöllum lausnum. Verkefnið er byltingarkennt á alþjóðavettvangi. Það mun einnig stuðla að því að gera rafknúinn háhraða skip samkeppnishæf hvað varðar bæði kostnað og umhverfi, „segir Hege Økland, framkvæmdastjóri, NCE Maritime CleanTech.

Athugasemdir

Athugasemdir