Fram kemur á vef ÁTVR að vínbúðirnar hafa nú hætt dreifingu á brúnum einnota bréfpokum sem ætlaðir voru fyrir eina flösku. Framkvæmdin er liður í því að gera Vínbúðirnar enn umhverfisvænni, en við leggjum áherslu á að vera leiðandi í umhverfisábyrgð.

Á síðasta ári seldu Vínbúðirnar rúmlega 41 þúsund margnota poka og jókst salan um 27% á milli ára.  Á undanförnum þremur árum hafa verið seldir um 109 þúsund margnota pokar og því ljóst að viðskiptavinum er mjög umhugað um að minnka einnota umbúðir. Talsvert hefur dregið úr sölu plastpoka á milli ára. Samdráttur í sölu plastpoka var 6,5% á milli ára á meðan viðskiptavinum fjölgaði um 4%.  Á árinu 2017 var fjöldi viðskiptavina rúmlega 4,9 milljónir og seldir plastpokar voru 1,5 milljón.

Við þökkum skilninginn og hvetjum viðskiptavini eindregið til að velja fjölnota fyrir framtíðina.

 

Mynd: Vinbudin.is

Efni þessarar fréttar tengist Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, m.a. um ábyrga neyslu, verndun jarðarinnar og líf undir vatni.

Athugasemdir

Athugasemdir