Lögreglubifreið hafnaði á ljósastaur

Lögreglubifreið hafnaði á ljósastaur á Reykjanesbraut við Flugstöð Leifs Eiríkssonar nú síðdegis. Tveir lögreglumenn voru fluttir á sjúkrahús í Keflavík og annar þeirra áfram á Landspítalann, grunur leikur á að hann sé beinbrotinn.

Bifreiðin er ónýt eftir óhappið.

Óhappið atvikaðist þannig að lögreglumenn höfðu mælt bifreið fyrir of hraðan akstur og voru að veita henni eftirför þegar lögreglubifreiðin varð stjórnlaus í hálku og krapa á vegöxlinni með fyrrgreindum afleiðingum,

Mikill viðbúnaður var á vettvangi en þar var fjölmennt lið frá bæði lögreglu og slökkviliði.

Það má bæta því við að sá sem þetta ritar hefur margoft sagt við fólk sem lendir í þessum óhöppum „skítt með bílinn, það er aðeins eitt sem skiptir máli og það er það að við erum að tala saman hér og nú“

Við félagar þessara lögreglumanna sendum þeim hinar bestu kveðjur og óskum þeim báðum skjóts bata.

Athugasemdir

Athugasemdir