Amerísk ný gerð kjarnorkuvopna auka verulega hættu á kjarnorkustyrjöld

Bandaríska varnarmálaráðuneytið mun láta þróa ný kjarnorkuvopn með minna sprengiefni, svokölluð taktísk kjarnorkuvopn. Gagnrýnendur telja að það muni leiða til þess að nýtt kjarnorkukapphlaup hefjist og auki líkurnar á því að kjarnorkuvopn verði notuð í stríði. Donald Trump telur að eitthvað verður að gera vegna ástandsins í Norður-Kóreu.

Í ræðu í dag varaði Trump gegn kjarnorkuógninni frá NorðurKóreu. ,,Miskunnarlausi Norður-Kóreumaðurinn er að þróa kjarnorkuvopn sem getur hæglega og jafnvel fljótlega ógnað landinu okkar okkar.              

Við höfum lært að eftirlátssemi og aðgerðarleysi getur boðað að gerðar verði árásir á okkur og er til ögrunar gegn okkur.“ sagði Trump.,, 

Á síðasta ári skaut Norður-Kórea að minnsta kosti þremur Ballistic eldflaugum á loft og menn óttast að stjórnin geti fljótlega náð þeirri færini að geta skotið flaug á Bandaríkin.“ bætti hann við.

Í þessari viku vænti Trump að hleypa af stokkunum nýjum vopnakerfum til að bregðast við kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu.

Fréttastofa AFP segir að Donald Trump sé að þróa nýja kynslóð af taktískum kjarnorkuvopnum og fréttir af nýrri áætlun verði líklega kynnt fljótlega. Þetta eru minna sprengiefni en miklu skilvirkari vopn. Skilgreiningin á taktískum kjarnorkuvopnum er sú að sprengioddurinn hafi sprengiefni sem er ekki meira en 20 kílótonar af TNT.

Sprengiefnið sem Bandaríkin létu falla á tvær japanskar borgir, Hiroshima og Nagasaki árið 1945 höfðu sprengiefni sem numu 15 og 20 kíló og myndi í dag teljast taktísk kjarnorkuvopn.

– Eykur hættu á að stríð brjótist út og notkun á kjarnorkuvopnum

Veruleg hætta er á að kjarnorkuvopn verði notuð og hún eykst með nokkrum taktískum kjarnorkuvopnum, segir leiðtogi demókrata í varnarmálanefnd fulltrúanefndarinnar, Adam Smith.

Demókratar í þinginu lýstu miklum áhyggjum af áætlun Trump stjórnarinnar um að fjárfesta meira í kjarnorkuvopnum. ,,Það mun ekki styrkja öryggi okkar. Kjarnavopnaáætlunin eykur hættuna á stríði, „sagði Adam Smith, leiðtogi demókrata í varnarmálanefndinni í fulltrúanefndinni.

Fyrir ári síðan hótaði Don­alds Trump, þá verðandi Banda­ríkja­for­seti hernaðarátökum við Kína. En kínverjar haf­a und­an­far­in ár ráðist í mjög um­deilda upp­bygg­ingu varn­ar­virkja og gervieyja í haf­inu.

Rex Til­ler­son, sá sem Trump hef­ur til­nefnt í embætti ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur sagt að „aðgengi Kína að þess­um eyj­um muni ekki verða leyfðar.“
Kína ger­ir til­kall til nærri alls svæðis­ins, gegn and­stæðum kröf­um fimm ná­granna­ríkja í Suðaust­ur-Asíu. Banda­rík­in myndu hindra aðgang Kína að eyj­un­um en sér­fræðing­ar eru sam­mála um að til þess þyrfti tölu­verðan vopnastyrk, sam­kvæmt um­fjöll­un The Guar­di­an.

Til­ler­son líkti aðgerðum Kína við inn­limun Krímskag­ans í Rúss­land sem voru mjög umdeildar. „Það er eins gott að Til­ler­son lesi sér til um kjarn­orku­hernaðaráætlan­ir, ef hann vill þvinga annað kjarn­orku­veldi til að hörfa frá eig­in yf­ir­ráðasvæðum,“ sagði í leiðara Global Times.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir