Fram kemur í Viðskiptablaðinu þann 29. janúar síðastliðinn að eigandi The Viking, Sigurður Guðmundsson, sem lokað var með innsigli á dögunum af Tollstjóra vegna vangoldinna vörsluskatta, sé sambýlismaður Elsu Hrafnhildar Yeoman, (Björt Framtíð) –

Elsa Hrafnhildur Yeoman er varaforseti Borgarstjórnar Reykjavíkur og formaður menningar- og ferðamálaráðs. En verslunin The Viking selur einmitt vörur og minjagripi til ferðamanna.

Fram kom á vef RÚV þann 18. janúar s.l. að Lögregla hefði lokað verslunum The Viking seinnipart gærdags eftir beiðni Tollstjóra og að hún yrði innsigluð vegna vanskila á vörslusköttum.

Mynd: Reykjavik.is

Elsa Yeoman segir það sem komið hefur fram í Viðskiptablaðinu sé ósatt og að þau hafi aldrei verið skráð formlega í sambúð. Hins vegar hafa þau verið að hittast um nokkurra mánaða skeið.

Blaðamaður hafði samband við Sigurð Guðmundsson eiganda The Viking og spurði hann að því í tvígang hvort Elsa Hrafnhildur hefði á einhvern hátt komið nálægt rekstri The Viking.

Sigurður sneri út úr og fór undan í flæmingi og svaraði svo ekki spurningunni í annað sinn þegar að hann var spurður. 

Athugasemdir

Athugasemdir