Spillingin þrifin burt úr dómsmálaráðuneytinu í dag – Táknræn mótmæli

Táknræn mótmæli vegna setu Dómsmálaráðherra í stól sínum. ,,Eftir að hafa verið dæmd sek af dómstólum landsins og m.a. hefur verið fundað í eftirlits og stjórnsýslunefnd í dag um málefni hennar en hún situr enn sem fastast og neitar sök en ætti að segja af sér strax.

Hún hefur sýnt vanhæfi sitt í starfi og m.a. fengið á sig dóm fyrir lögbrot í starfi sem Dómsmálaráðherra og æðsti maður dómsmála á Íslandi, það getur varla talist eðlilegt?

Svo eru fræg verk hennar í síðustu ríkisstjórn sem að hún sprengdi með óvönduðum vinnubrögðum vegna mála er varða uppreist æru og ætti að vera fólki í fersku minni.       Þá neitaði hún líka öllu sem á hana var borið og uppi var hávær krafa um að hún mundi segja strax af sér. Hvað þarf til þess að ráðherrann segi af sér?

Erlendis fengi hún hvergi vinnu sem ráðherra en við höfum ekki lært neitt af hruninu og enn eru sömu vinnubrögðin og sama gamla vonda siðferðið og þá! segja mótmælendur.“

Lögreglan var kvödd á vettvang en hún fylgdist með aðgerðunum án afskipta.

 

Athugasemdir

Athugasemdir