,,Árið 2016 komu götur borgarinnar óvenju illa undan rysjóttum vetri. Við brugðumst við með öflugu malbiksátaki. Í fyrra var svo slegið met og malbikað fyrir tæpar 1.300 milljónir króna í Reykjavík. Fyrir þetta fengust um 30 kílómetrar eða um 7% af gatnakerfinu í borginni.

Hjálmar Sveinsson býður sig fram í 3.sæti í kosningunum í vor

Í ár verða malbikaðir 43 kílómetrar fyrir 2 milljarða. Þetta eru langmestu malbiksframkvæmdir í sögu borgarinnar. Íhaldsmenn tóku upp á því vorið 2016 að kalla mig Holu-Hjálmar. Núna er ég næstum því stoltur af þeirri nafngift.“ segir Hjálmar Sveinsson á facebooksíðu sinni í dag. Nú er að sjá hvort að kjósendur séu ánægðir með verk Hjálmars en það ræðst væntanlega þegar að atkvæðin verða talin upp úr kjörkassanum í vor.

Athugasemdir

Athugasemdir