Deila

Á náttfötunum í jólaboðið

Ef þú ert ein/n af þeim sem ert nú þegar farin að kvíða því að sleppa frá þér jólabókinni eða jóladagskránni til að dressa þig upp og fara á mannamót þá skaltu ekki örvænta. Farðu bara á náttfötunum og vertu mesta tískudrósin á svæðinu því eitt heitasta tískutrend ársins sem er að líða er náttfatatískan. Buxur, jakkar og buxnadragtir í náttfatastíl voru ekki bara á tískupöllunum í vor heldur líka í haust og fræga og fína fólkið lét sjá sig í náttfötum við hverskyns tækifæri.
Það er gott að eiga klassískt náttfatadress, víðar buxur og jakka, en undirkjólar og sloppar duga líka. Silkið er auðvitað hátíðlegast en bómullin virkar líka, ekki síst ef þú poppar dressið upp með fínu skarti, háum hælum eða belti. Rúllukragabolur undir náttfatajakkann eða stór kósí peysa yfir virka líka vel því að klæða sig upp í lögum er annað af trendum ársins, skotheld blanda. Ef þú vilt vera minna kósí og meira sexí er kannski betra að sleppa lögunum og leyfa náttfötunum að njóta sín á berum líkamanum. En allra mikilvægast er að örvænta ekki og vera afslöppunin holdi klædd, öll jólin.

main-original-600x0c pajamas-677x451-c-default long-coats-trend-3 main-original-600x0c-2 https%3a%2f%2fs-media-cache-ak0-pinimg-com%2f736x%2ff9%2f9a%2f96%2ff99a963cc2f648df61f4a66e6a40b68a mtmzmdkxmzc2ntg0nzcxntk0 pj2 naomi-campbell-dolce-gabbana-pajama-party givenchy-pre-fall-pajamas-600x600 fall_winter_2016_2017_fashion_trends_pajama_dressing f-r-s-for-restless-sleepers-ss17-15 bn-lz069_0106fa_p_20160105163943 031416-pajamas-lead 54ac153d54392_-_23-elle-rihanna-pajama-trend

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.