Kynning
Deila

Aldrei verið í jafn góðu formi

Gísli Kristján Birgisson er eins og nýr maður eftir
100 daga lífsstílsáskorun á Hilton Reykjavík Spa
þar sem hann léttist um 18,6 kíló.
Nýtt námskeið hófst á mánudaginn.

Ég hef aldrei verið í öðru eins líkamlegu og andlegu formi. Maður var bara tekinn og gerður að nýjum manni á hundrað dögum,“ segir Gísli Kristján Birgisson rafvirki.

Gísli skráði sig í 100 daga lífsstílsáskorun á Hilton Reykjavík Spa síðasta haust og sér ekki eftir því. Hann léttist um 18,6 kíló á þessum hundrað dögum, fituprósenta hans lækkaði um 8,8% og ummálið um kviðinn minnkaði um 15 sentímetra.

„Ég var 110,1 kíló þegar ég byrjaði í september og endaði í 91,5 kílóum nú í desember. Svo reyndar komu tvö kíló aftur yfir jólin en þau verða fljót að fara,“ segir Gísli í léttum tón.

Auglýsing

Gísli er 55 ára og ákvað að taka sig á þegar honum fannst hann vera orðinn of þungur og stirður og luralegur. „Nú er ég alveg gjörbreyttur í öllum hreyfingum og líður rosalega vel,“ segir hann.

100 daga lífsstílsáskorunin á Hilton Reykjavík Spa hentaði Gísla mjög vel. Þar fékk hann ráðleggingar um mataræði, mælingar og leiðsögn í tækjasalnum auk þess sem boðið er upp á fyrirlestra. „Ég fékk alveg frábærar móttökur hjá þjálfurunum. Þau eru ólík og áherslurnar eru mismunandi þannig að úr varð skemmtilegt námskeið að öllu leyti. Viðmót starfsfólksins skipti mig líka miklu máli. Þarna er fólk virkilega tilbúið að hjálpa manni, viðmótið er hlýlegt og það er faglega að öllu staðið.“

Nýtt námskeið, Leiðin að betri lífsstíl, hefst einmitt á Hilton Reykjavík Spa á mánudaginn næsta, 9. janúar. Þeir sem standa sig best á námskeiðunum eru verðlaunaðir og Gísli var einmitt sigurvegari síðasta námskeiðs. Hann hlaut að launum árskort á Hilton Reykjavík Spa.
„Nú kem ég til með að halda áfram. Ég fæ nýtt prógram og held áfram að nýta mér þessa rosalega flottu þjónustu. Síðan er ekki amalegt að fara í heitu pottana á eftir og fá axlanudd. Það er bara einstakt.“

Gísli Kristján Birgisson náði frábærum árangri í 100 daga lífsstílsáskorun á Hilton Nordica Spa. Hér er hann með þjálfurunum Patrick og Bjarti sem ásamt Agnesi Þóru Árnadóttur hvöttu hann áfram. Mynd | Hari
Gísli Kristján Birgisson náði frábærum árangri í 100 daga lífsstílsáskorun á Hilton Nordica Spa. Hér er hann með þjálfurunum Patrick og Bjarti sem ásamt Agnesi Þóru Árnadóttur hvöttu hann áfram.
Mynd | Hari

Frábær heilsulind

Hilton Reykjavík Spa
er heilsulind sem veitir fyrsta flokks þjónustu í rólegu og þægilegu andrúmslofti.

Hilton Reykjavík Spa
hefur upp á að bjóða frábæra aðstöðu til líkamsræktar.
Meðlimir fá aðstoð þjálfara í sal og aðgang að opnum tímum.
Þeir hafa aðgang að útiaðstöðu, heitum pottum og gufu, og fá herðanudd í pottum.
Þá fá þeir handklæði við komuna.


Leiðin að betri lífsstíl
100 daga lífsstílsáskorun hefst mánudaginn 9. janúar.

Mælingar á tveggja vikna fresti,
ráðleggingar um ­mataræði ­(matardagbækur)
og þrír ­fyrirlestrar hjá ­þjálfaranum og næringarfræðingnum
Agnesi Þóru Árnadóttur.
Leiðsögn í sal og persónuleg aðstoð.
­Tímar eru klukkan 17.30 alla mánudaga
og miðvikudaga og klukkan 16.30 á föstudögum.
Innifalið í verði er ­aðgangur að Spa, ­
handklæði við komu og ­herðanudd í heitum pottum.


Skráning og nánari upplýsingar má fá á
netfanginu ­spa@hiltonreykjavikspa.is 
og í síma 444 5090.

Unnið í samstarfi við Hilton Reykjavík Spa.

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.