Kynning
Deila

Áramótafjörið hefst í Partýbúðinni

Blöðrur, kórónur, konfetti og knöll.

Partýbúðin leggur mikið upp úr því að þar sé hægt að fá flest allt í áramótapartýið. Til að mynda eru þar yfir 60 tegundir af áramótahöttum og um 20 gerðir af áramótakórónum. „Þetta kvöld vilja margar konur vera elegant með flottan hatt, hárspöng eða kórónu, hálsfesti og jafnvel grímu. Þær sem vilja ganga alla leið geta fengið sér ­fjaðralengjur til þess að setja yfir herðarnar,“ segir Halla Ýr Albertsdóttir, rekstrarstjóri Partýbúðarinnar. Hún bendir á að mennirnir láti sér oftast duga að fá sér hatt, gleraugu og jafnvel slaufu og börnin litla hatta eða kórónur.

21274-partybudin-06334
Loftið fyllt með blöðrum
En mál málanna eru blöðrurnar sem setja ótrúlega mikinn svip á alla fögnuði. Að sögn Höllu koma margir og kaupa bara örfáar blöðrur til þess að skreyta fyrir áramótaveisluna meðan aðrir eru stórtækari. „Blöðrur gera alltaf mikið fyrir veislur. Við erum meðal annars með stórar álblöðrur sem mynda 2017, Happy New Year álblöðrur og latexblöðrur. Í dag og á morgun (gamlársdag) fyllum við loft búðarinnar af helíumblöðrum sem fólk getur kippt með sér. Með þessu móti á enginn að þurfa að bíða eftir því að blásið verði í blöðrurnar þeirra,“ segir Halla.

21274-partybudin-06337
Knöll, bombur og lúðrar
En úrvalið er svo mikið fjölbreyttara en bara blöðrur og hattar, í Partýbúðinni má einnig finna stjörnuljós sem mynda 2017, goskerti, knöll, kastrúllur, ýlur, lúðra, innibombur og „að ógleymdum hurðahengjunum sem er til dæmis hægt að hengja upp á vegg og nota sem bakgrunn fyrir „myndavegg“ en einnig erum við með áramóta pinnagrímur sem hægt er að ­fíflast með við myndavegginn,“ segir Halla.

Auglýsing

21274-partybudin-06333
Að endingu er vert að ­minnast á að þurrís verður til sölu á ­gamlársdag í Partýbúðinni en hann er hægt að nota til þess að búa til ótrúlega skemmtileg áhrif sem slá alltaf í gegn.

Hægt er að sjá úrvalið á ­Facebooksíðu Partýbúðarinnar en þar eru myndir af áramótavörunum ásamt verði. Opið til 21 í kvöld og til 17 á morgun, gamlársdag.

21274-partybudin-06338

Unnið í samstarfi við Partýbúðina

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.