Kynning
Deila

Aukinn stinnleiki og ynging húðarinnar

Demantahúðslípun og háræðaslitsmeðferð sem sýnir raunverulegan árangur.

Guðrún Jóhanna ­Friðriksdóttir, eigandi snyrtistofunnar Hafbliks, sérhæfir sig í háræðaslitsmeðferðum og demantshúðslípun. „Þetta er náttúruleg leið til þess að laga og gera við húðina án stórra inngripa – það eru nefnilega til aðrar leiðir til að stinna og laga en að leggjast undir hnífinn,“ segir Guðrún. Henni þykir miður hversu illa upplýst þau eru sem ákveða að leggjast undir hnífinn. „Fólk heldur að þetta sé eina leiðin til þess að yngja húðina og er mjög ánægt með fræðsluna sem ég veiti um það hvernig þetta raunverulega virkar,“ segir Guðrún og bendir á að þegar lagst er undir hnífinn sé verið að fara gegn lögmálinu og strekkja húðina þannig að færri húðfrumur eru á hverjum húðfleti.

31177_hafblik-05

„Með slípuninni færðu stinnleika, aukið blóðflæði og hraustlegt útlit; eldist með reisn,“ segir hún og bendir á að hún fái gjarnan til sín fólk sem þarf að láta laga vansnið sem hlýst af skurðaðgerð sem húðstrekkingu.

31177_hafblik-06

Raunveruleg viðgerð á húðinni
Demantahúðslípunin hefur reynst einstaklega vel, að sögn Guðrúnar. „Það sem ég persónulega elska mest við hana er hversu rökrétt hún er. Ég brýt þetta upp fyrir fólki og sýni því fram á þetta er raunveruleg viðgerð á húð. Fyrstu 1-2 lögin eru pússuð niður án þess að hún verði þynnri, það er bara verið að pússa niður skemmdir. Húðin fer að örvænta og býr til nýjar húðfrumur,“ segir Guðrún. „Þegar verið er að gera góðar viðgerðir eru 5-7 dagar látnir líða milli meðferða, þá upplifir húðin að hún þurfi að vinna hraðar.“

Auglýsing

Guðrún Jóhanna sérhæfir sig í demantahúðslípun og háræðaslitmeðferð.
Guðrún Jóhanna sérhæfir sig í demantahúðslípun
og háræðaslitmeðferð.

Eftir meðferð eru notaðir náttúrulegir leirmaskar sem byggir upp húðina og nærir hana. „Þetta er bara eins og þegar þú ferð að stunda líkamsrækt, þú byggir upp húðina og herðir hana rétt eins og þú byggir upp vöðva. Þarna ertu að sporna við öldrunarferlinu og frumuendurnýjun verður mun hraðari en strax upp úr 25 ára aldri fer að örla á fyrstu hnignuninni.

Eitt sinnar tegundar
Háræðaslitsmeðferðirnar á Hafbliki hafa einnig reynst sérstaklega vel, ekki síst hjá þeim hafa prófað allt annað áður og ekkert virkað. „Ég var sjálf með mikla vandamálahúð, búin að vera með rósroða í yfir 20 ár. Einn af fylgikvillum þess er að háræðakerfið brestur og þá ertu komin með háræðaslit út um allt andlit. Þú getur farðað yfir það upp að vissu marki en þegar heitt er verðurðu eldrauð í framan og blá og fjólublá ef það verður kalt, þetta er svo hvimleitt. Ég var búin að sækja allar meðferðir og það var ekkert sem sló á þetta fyrr en ég kynntist þessu tæki,“ segir Guðrún. Tækið sem um ræðir er eitt sinnar tegundar og vinnur á slitunum með hljóðbylgjum sem snerta háræðina punkt fyrir punkt og eyða slitum, blóðblöðrum og háræðastjörnum fyrir fullt og allt.

31177_hafblik-02

Á Hafbliki er lögð áhersla á notalegt andrúmsloft og fagleg vinnubrögð. Næðið er mikið og allt gert til þess að fólki líði vel og sé afslappað. „Svo er biðstofan einnig listagallerí með myndum eftir sjálfa mig. Háræðameðferðin krefst mikillar nákvæmi og þá kemur listamannseðlið sér vel.“

31177_hafblik-03

Hafblik er til húsa við Hraunbæ 102E og síminn er 893 0098.

Unnið í samstarfi við Hafblik

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.