Kynning
Deila

Batteríin endurhlaðin á Balí

Tripical Travel býður upp á yoga- og heilsuferð fyrir konur
til grænu eyjunnar Balí í mars. Fararstjórn verður í höndum
Þóru Hlínar Friðriksdóttur og Maríu Dalberg.

Við ætlum að draga okkur frá hinni daglegu rútínu, skilja álagið og allt stressið eftir heima og endurhlaða batteríin. Þetta snýst fyrst og fremst um að byggja sig upp og endurnæra líkama og sál – og umfram allt að hafa gaman,“ segir Þóra Hlín Friðriksdóttir, yogakennari og hjúkrunarfræðingur, en hún og yogakennarinn og leikkonan María Dalberg eru búnar að skipuleggja yoga- og heilsuferð fyrir konur til eyjunnar Balí, í Indónesíu, dagana 7.-21. mars, í samvinnu við ferðaskrifstofuna Tripical Travel.

Þóra Hlín, til hægri, kennir Vinyasa yoga á Hilton Reykjavík Spa, býður fyrirtækjum upp á yoga-námskeið og er jafnframt hjúkrunarfræðingur. María Dalberg kennir Ashtanga yoga í Sólir jóga- og heilsusetri og býður upp á yoga-námskeið fyrir fyrirtæki ásamt því að vera leikkona og framleiðandi. Saman eiga þær og reka Yogastund og hafa reynslu af heilsu- og yogaferðum, meðal annars til Indlands, Thaílands og Balí.
Þóra Hlín, til hægri, kennir Vinyasa yoga á Hilton Reykjavík Spa, býður fyrirtækjum upp á yoga-námskeið og er jafnframt hjúkrunarfræðingur. María Dalberg kennir Ashtanga yoga í Sólir jóga- og heilsusetri og býður upp á yoga-námskeið fyrir fyrirtæki ásamt því að vera leikkona og framleiðandi. Saman eiga þær og reka Yogastund og hafa reynslu af heilsu- og yogaferðum, meðal annars til Indlands, Thaílands og Balí.

Ferðin hefst við hvítu strandlengjuna Nusa Dua, þar sem gist verður í fjórar nætur á hinu fimm stjörnu Nusa Dua Beach Hotel. Þar gefst þátttakendum meðal annars tækifæri til að læra indónesískan dans, sigla til hinna fögru Gilli eyja og snorkla í hlýjum sjó, svo fátt eitt sé nefnt.
„Þetta er í raun og veru ágætis aðferð til að vinda aðeins ofan af þreytunni áður en við höldum á heilsu-setrið Shala Bali í listamannabænum Ubud í hjarta Balí, til að hefja sjálft yoga-prógrammið,“ útskýrir María. „Við Þóra erum báðar Ashtanga yoga-kennarar og munum því leiða hefðbundna Ashtanga tíma og Vinyasa tíma, sem eru byggðir á Ashtanga ­kerfinu, alla morgna við sólarupprás, eða klukkan 7, í opnum yogasal með dásamlegu útsýni yfir ­hrísgrjónakra. Og ljúkum þeim svo með djúpri slökun.“

Þóra bætir við að tímarnir henti byrjendum jafnt sem lengra ­komnum enda sé það markmið þeirra Maríu að bjóða allar konur velkomnar með í ferðina. Svo sé það bara undir hverri og einni konu komið hvað hún sé reiðubúin að ganga langt í yoga-iðkuninni meðan á dvöl stendur.

Auglýsing

Þið talið um kvennaferð, ­endurspeglar dagskráin það?
„Jú, hún er alveg sérsniðin að konum. Suma eftirmiðdaga mun hópurinn til dæmis sameinast á vinnustofum og í systrahringjum, þar sem við ætlum að fara í styrkleika- og veikleikagreiningu og sjálfskoðun. Hvað felst í því að vera kona, er til dæmis ein spurning sem við ætlum að spyrja okkur og hvert erum við að stefna í lífinu og svo framvegis. Þannig gefst okkur einstakt tækifæri til að byggja hverja aðra upp í góðum félagsskap og nærandi umhverfi, njóta þeirra fjölmörgu heilsumeðferða sem verða í boði og auðvitað borða hollan mat.“
En María segir að í Ubud sé aragrúi veitingastaða sem bjóði ljúffengan mat á sanngjörnu verði, þar á meðal vegan- og ­grænmetisstaðir, auk þess sem lífrænt morgunverðarhlaðborð verði innifalið í sjálfum pakkanum, þannig að allar konur ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi.

15909333_10154930702429540_342777109_o

Og eitt af því sem er svo á döfinni er heimsókn til galdramanns?
„Já, það er kannski rétt að taka fram að Balíbúar eru mjög andlega sinnaðir,“ útskýrir Þóra brosandi. „Þannig að okkur finnst kjörið að nota tækifærið og heimsækja balískan galdramann og fá að vita hvað hann hefur að segja.“

Hún bendir á að íbúarnir séu kurteisir og elskulegir og eyjan sjálf dulúðug, friðsæl og fögur. „Dvöl mín þar í fyrra hafði djúpstæð áhrif á mig, en fyrir mér ganga skemmtilegustu ferðirnar út á að kynnast ólíkri menningu og trú,“ segir hún og bætir við að frá því á síðasta ári sé hana því búið að dreyma um að heimsækja eynna aftur í góðum hóp. Þess vegna hafi Balí meðal annars orðið fyrir valinu.

Það er greinilega mikil tilhlökkun í ykkur. „Já, við erum auðvitað spenntar að sjá muninn á hópnum, hvað hann verður úthvíldur og endurnærður í lokin,“ segir María.

Unnið í samstarfi við Tripical Travel.

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.