Kynning
Deila

Endurstilltu þig með djúsföstu

Flestir eru sammála um að safadagur auðveldi bætingu mataræðis og neysluvenja.

Að taka létta djúsföstu er tilvalin leið til að endurstilla sig fyrir árið fram undan og til þess að taka ekki sykurát og aðrar óhollar venjur með inn í nýja árið. En kostirnir við djúsföstu eru fleiri, húðin verður til dæmis betri og líkaminn fær tíma til að gera við ýmis vandamál.

Djúspokinn frá Gló inniheldur sex djúsflöskur: tvo græna safa, einn túrmerik safa, einn rauðrófusafa, einn berjasmoothie og einn grænan smoothie. Allir safarnir eru kaldpressaðir í Gló á hverjum morgni. Tekið er við pöntunum á vefnum glo.is en ganga þarf frá pöntun í síðasta lagi daginn áður en fólk vill sækja.

Fólk notar djúspokana í misjafnlega langan tíma og í ýmsum tilgangi. Sumir taka einn dag af og til en aðrir allt upp í viku til tíu daga í röð. Flestir eru sammála um að safadagurinn auðveldi í framhaldinu að bæta mataræði og neysluvenjur og velja hollari valkosti.

Auglýsing

Djúspokinn frá Gló inniheldur sex djúsflöskur: tvo græna safa, einn túrmerik safa,  einn rauðrófusafa, einn berjasmoothie og einn grænan smoothie.
Djúspokinn frá Gló inniheldur sex djúsflöskur: tvo græna safa, einn túrmerik safa,
einn rauðrófusafa, einn berjasmoothie og einn grænan smoothie.

 

Nokkur góð ráð á djúsdegi
Gott er að drekka smoothie í ­hádeginu og á kvöldverðartíma en drekka safana þess á milli.

  • Til að auka áhrifin enn frekar er gott að drekka einn eða fleiri bolla af lífrænu jurtate yfir daginn. Í Gló Fákafeni fæst t.d. frábært úrval af slíku góðgæti með ýmsa virkni.
  • Það má alveg narta í hrátt grænmeti og ávexti eða fá sér lífrænar hnetur og fræ ef svengd segir til sín.
  • Mörgum finnst gott að byrja safadaginn á góðum morgunmat á borð við chia graut eða smoothie skál. Þær er hægt að gera heima eða næla sér í eina í Fákafeninu þar sem heilnæmur morgunverður er framreiddur á hverjum degi.
  • GTF Króm frá Wild Nutrition nýtur mikilla vinsælda hjá fólki sem vill halda betri stjórn á blóðsykurssveiflum og draga úr sykurlöngun. Það getur hjálpað mörgum að taka króm nokkra daga fyrir safadaginn, á meðan honum stendur og nokkra daga á eftir.
  • Það er upplagt að blanda auka næringu út í safana, margir eiga t.d. grænt ofurfæðiduft uppi í skáp sem er frábært að hrista út í græna safann en einnig er hægt að kaupa frábæra græna blöndu frá Kiki Health í Fákafeni.
  • Við mælum með að dagana á undan sé dregið úr sykur- og kaffineyslu, að tekin séu skref í átt að hreinna mataræði og mikið unnar matvörur séu settar til hliðar. Að sama skapi er mikilvægt að næringarríkur og heilnæmur matur sé valinn í kjölfar safadagsins.
  • Þegar kalt er úti getur verið gott að fá sér heita og næringarríka súpu einu sinni yfir daginn. Hægt er að fá ljúffengar og heilnæmar súpur á veitingastöðum Gló alla daga, en í versluninni í Fákafeni eru einnig til nærandi tilbúnar súpur til að hita heima.


Unnið í samstarfi við Gló

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.