Ferðir

Þjóðir sem berjast fyrir tilvist sinni

Í nýju bókinni býður Þorleifur Friðriksson lesendum sínum á ferðalag í huganum sem hefst í Samalandi nyrst í Skandinavíu og heldur áfram með fjölmörgum viðkomustöðum sunnar í álfunni, að Íberíuskaganum og Bretlandseyjum undanskildum. „Við ferðumst í huganum milli hulduþjóða og það fylgir þessu kort þannig að lesandinn getur áttað sig á því hvar hann hittir hvaða þjóð,“ segir höfundurinn.

Sat í 13 tíma í hjólastólnum – Aðstoðarmaður mætti ekki

Erling Smith er lamaður frá hálsi eftir mótorhjólaslys og þarf aðstoð við flestar daglegar athafnir. Eiginkona hans var með samning við bæinn um að sinna þessu hlutverki frá árinu 2009 þar til í sumar að hann missti NPA samning sinn. „Síðan þá þarf ég að fá aðstoð þegar það hentar bænum að senda starfsmann,“ segir Erling. „Ég á að fá aðstoð á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Fyrir nokkrum dögum fór konan að sofa á undan mér, því ég var að horfa á sjónvarpið frammi í stofu. Klukkan þrjú um nóttina, þegar hún vaknaði til að fara á klósettið, sat ég enn í stólnum því starfsmaðurinn frá bænum hafði ekki mætt. Þetta er ekki í fyrsta sinn, en konan mín er í vaktavinnu og ég er bjargarlaus þegar þeir mæta ekki.“ Erling segir að bærinn telji hann ekki færan um að velja sér aðstoðarmann og stýra sínum fjármálum. Fólk á vegum sveitarfélagsins banki núna uppá hjá konunni hans og vilji vita hvernig eigi að gera hlutina. „Það kemur nýr starfsmaður á hverjum degi, til að setja á mig þvaglegg og aðstoða við mjög persónulega hluti. Ég hef lent í því að vera hlandblautur tvo daga í röð þar sem starfsmennirnir kunna ekki hlutverk sitt. Mér finnst þetta fyrirkomulag vera tóm illkvittni.“

Sólbað á Kanaríeyjum og Sikiley, skíði og borgarferðir

Nú þegar haustið er að skella á er tímabært að skipuleggja veturinn. Og hvað er betra en að brjóta upp hversdagsleikann með góðri utanlandsferð? Hvort sem fólk vill bara breyta til og komast burt, kaupa jólagjafir, renna sér á skíðum eða spila golf – þá er um að gera að skella sér út í haust eða í vetur. Heimsferðir bjóða upp á fjölmargar áhugaverðar borgarferðir og sólarferðir í haust auk frábærrar ferðar til Sikileyjar í næsta mánuði með íslenskum fararstjórum. Venju samkvæmt eru Heimsferðir einnig með skíðaferðir og golfferðir.

Veðurblíða á Flúðum samkvæmt norsku veðurspánni

„Það er löng hefð fyrir hátíðarhöldum á Flúðum um verslunarmannahelgina. Og ekki skemmir fyrir að norska veðurstofan spáir veðurblíðu hjá okkur um verslunarmannahelgina,“ segir Bessi Th., talsmaður hátíðarhalda á Flúðum um verslunarmannahelgina. Sonus Viðburðir í samstarfi við Hrunamannahrepp halda hátíðina ásamt fjölmörgum fyrirtækjum sem leggja sitt á vogarskálarnar. Þetta er í annað sinn sem þessir aðilar leggjast á eitt að halda glæsilega fjölskylduhátíð á Flúðum.

Falin paradís á Íslandi

Hellishólar eru í um 10 kílómetra fjarlægð frá Hvolsvelli og einungis um rúmlega klukkutíma akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þegar komið er á Hvolsvöll er skilti í enda bæjarins á vinstri hönd sem vísar inní Fljótshlíð. Keyrt er inn í Fljótshlíðina í um tíu mínútur þar til komið er að skilti á hægri hönd, merkt Hellishólar.

Vímulaust í Vatnaskógi

Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi hafa frá árinu 1992 staðið fyrir vímulausri fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi.