Ferðir

Útivistarverslun þar sem hægt er að leigja búnað

Verslunin hefur verið í rekstri undanfarin 4 ár. Þar er hægt að fá búnað til útivistar og aðrar vörur sem fólk notar á ferðalögum sínum innanlands og utanlands. Vaidas er eigandi verslunarinnar og þegar hann er spurður út í af hverju hann fór í það að stofna verslunina segir hann: „Mér fannst vanta útivistarverslun sem byði upp á þá þjónustu að leigja búnað. Í fyrstu voru það aðallega erlendir ferðamenn sem komu til okkar en Íslendingar hafa tekið okkur fagnandi og við erum mjög ánægð með þær viðtökur sem við höfum fengið. Það hefur gefið mjög góða raun eða tvinna þetta tvennt saman að leigja út búnað og selja hann. Við fáum strax viðbrögð frá kúnnum okkar varðandi þann búnað sem við leigjum út og sjáum hvað virkar og hvað ekki. Nýlega höfum við aukið töluvert við vöruúrvalið hjá okkur, bjóðum núna upp á talsvert dýran búnað sem fólk leggur kannski ekki alveg í að kaupa sér en getur leigt hann hjá okkur og séð hvernig því líkar og í framhaldi af því keypt vöruna. Ég er þá að tala um vörur eins og snjóflóðabúnað og annan dýran búnað. Við hvetjum því fólk til þess að koma til okkar og leigja sér svona einum degi áður en ferðin er skipulögð svo það geti lært á og vanist búnaðinum“

„Stórbrotin náttúrufegurð ­ í faðmi hárra fjalla“

Náttúran er ávallt innan seilingar, hvort heldur haldið er í gönguferðir, farið á skíði eða fjölþættar gönguleiðir gengnar um fjöll og dali. Linda Lea Bogadóttir er markaðs og menningarfulltrúi Fjallabyggðar. Þegar hún er spurð um hvað sé framundan segir Linda: „Við erum náttúrlega í miðri vetrarvertíð. Við erum að einblína á páskahelgina, sem er alltaf mjög stór hjá okkur. Þá verður mikið um að vera hérna hjá okkur og skíðasvæðið fyllist af fólki.“

Hálendisferðir í sérflokki

Fyrirtækið býður upp á dagsferðir fyrir bæði hópa og einstaklinga ásamt því að taka að sér skipulagningu og framkvæmd á lengri ferðum. Mountaineers of Iceland tók nýverið við Vakanum sem er gæða og umhverfisstaðall aðila í ferðaþjónustu. Auk þess fékk fyrirtækið nýverið viðurkenningu frá Credit Info fyrir að vera framúrskarandi fyrirtæki en þetta er í þriðja árið í röð sem fyrirtækið hlýtur þá viðurkenningu.

Ferðir fyrir huga, líkama og sál

Harpa Einarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri hjá Surprize ferðum hefur lengi starfað í ferðabransanum. Hún lauk diplómanámi í heilsumarkþjálfun fyrir nokkrum árum og nú fyrir jólin leiðbeinandanámi í jóga Nidra. Hún hefur verið að velta því fyrir sér hvernig hún gæti sameinað þessi tvö áhugasvið sín, heilsu og ferðamennsku. Niðurstaðan var sú að bæta við þjónustu Surprize ferða og skipuleggja nokkrar heilsu- eða vellíðunarferðir á hverju ári.

Með jóga varð lífið ævintýri

Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir kynntist kundalini jóga þegar hún var komin yfir miðjan aldur og það markaði upphaf umbreytinga í lífi hennar – með meiri ró og innri styrk. „Einnig fór ég að finna í mér nýja ákefð, sem sjálfsagt er það sama og ástríða. Ég fór í jógakennaranám og síðan hefur hugleiðsla verið hluti af deginum. Ég spurði mig hvað mig langaði að gera með líf mitt. Hvað væri skemmtilegast; fann svarið og ég velti fyrir mér hvort það gæti orðið vinnan mín,“ segir hún.

Bókaðu allt á einum stað og láttu sérfræðingana okkar aðstoða þig

Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn, sem nýlega hlaut viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo, er ein elsta ferðaskrifstofa landsins. Úrval Útsýn býður upp á mikið úrval ferða. Sólarlandaferðir, sérferðir, hópaferðir, íþróttaferðir, golfferðir, skíðaferðir, eldriborgaraferðir, siglingar, borgarferðir, og viðskiptaferðir. Við kíktum í kaffi í Hlíðarsmára 19 þar sem Úrval Útsýn er staðsett og spjölluðum við nokkra starfsmenn.

Skemmtilegar, framandi og fræðandi ferðir

Hugmyndin að baki Söguferðum er að bjóða upp á skemmtilegar ferðir, gjarnan á framandi slóðir, þar sem fólk fær, eða á að geta fengið, aðeins dýpri sýn í samfélög og menningarheima en það fær í sólbaðsferðum og í styttri borgarferðum,“ segir Þorleifur Friðriksson, sagnfræðingur og eigandi ferðaskrifstofunnar Söguferða. Söguferðir bjóða upp á áhugaverðar og spennandi ferðir á næstu mánuðum, eins og raunin hefur verið frá því fyrirtækið var sett á stofn fyrir tíu árum. „Það var árið 2007 þegar allir gátu allt, og ég líka,“ segir Þorleifur í léttum dúr.

Skíðaferð í Skagafjörð

Skíðasvæðið Tindastóli í Skagafirði opnaði 3. desember og síðan hefur færið verið afbragð, að sögn Viggós Jónssonar staðarhaldara. Svæðið er opið og stórt og hefur yfir að ráða 1100 metra langri lyftu og töfrateppi fyrir börn og byrjendur. „Þetta er afar fjölskylduvænt svæði. Það er flati til að byrja með og betri bratti fyrir ofan, nóg til þess að landsliðið hefur verið hér á æfingum og árið 2005 var hér landsmót,“ segir Viggó og bætir við að notkun á töfrateppinu hafi komið sér á óvart. „Það er meira notað en ég átti von á, það er mjög skemmtilegt.“

Barnvænt skíðasvæði við Dalvík

Opið er á skíðavæðinu alla mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá 14.30-19, föstudaga frá 15-18 og um helgar 10-16. Lokað er á miðvikudögum. Tvær lyftur eru á skíðasvæðinu og þegar það er í fullri notkun eru 8 skíðaleiðir. „Eins og er erum við að nota tvær leiðir og hluta af einni. Það er þó verið að undirbúa þær allar, það tekur tíma þegar snjórinn kemur svona seint, við erum bara með einn troðara en þetta kemur allt á næstunni. Svo erum við með gönguhring sem mikið sóttur og aðsóknin í hann er alltaf aukast, sér í lagi síðastliðna tvo vetur. Ferðamenn koma mikið hingað og vilja fara hringinn en höfum ekki verið að taka neitt fyrir það að halda hringnum opnum,“ segir Snæþór.

Besta fjölskyldustund sem völ er á

Núna er rétt byrjað að vera opið en það er svakalega mikill munur milli ára. Í fyrra var alveg opið frá miðjum desember en núna er snjórinn mikið búinn að vera að koma og fara, eiginlega bara um allt land. Þetta hefur verið einstakt. Þeir sem eru með tæki til að framleiða snjó hafa ekki getað það þar sem það hefur verið of hlýtt,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins en fyrsta opnun vetrarins var nú í liðinni viku. „Staðan á fjallinu er að skána. Við þurfum bara að fara að fá stabílan vetur,“ segir Magnús. Skálafell er opið samkvæmt samningi um helgar frá áramótum. „Við sendum alltaf menn þangað í desember og janúar að troða og moka frá girðingum þegar byrjar að snjóa til að undirbúa svæðið. Það er mikilvægt að snjórinn sé troðinn eins og hægt er því þá helst hann betur og stendur af sér sveiflurnar. Ef snjórinn er nýr fer hann jafnhratt og hann kemur ef það koma hlýindi. Ef það er búið að troða og vinna hann aðeins helst hann betur, gamall snjór helst betur en nýr snjór.“

Rjóðar kinnar og brosandi andlit í Hlíðarfjalli

Hlíðarfjall er eitt helsta aðdráttarafl Akureyrar yfir vetrarmánuðina. Bæjarbúar eru ákaflega heppnir að geta nýtt sér þessa skíðaparadís í jaðri bæjarins og taka glaðir á móti ferðamönnum sem koma fjölmargir gagngert til þess að njóta útiveru og hollrar hreyfingar í fjallinu. Erlendir ferðamenn koma í sífellt meira mæli í Hlíðarfjall og til að mynda var um 30% af skíðaleigu um síðustu jól og áramót til erlendra gesta.

Þjóðir sem berjast fyrir tilvist sinni

Í nýju bókinni býður Þorleifur Friðriksson lesendum sínum á ferðalag í huganum sem hefst í Samalandi nyrst í Skandinavíu og heldur áfram með fjölmörgum viðkomustöðum sunnar í álfunni, að Íberíuskaganum og Bretlandseyjum undanskildum. „Við ferðumst í huganum milli hulduþjóða og það fylgir þessu kort þannig að lesandinn getur áttað sig á því hvar hann hittir hvaða þjóð,“ segir höfundurinn.

Sat í 13 tíma í hjólastólnum – Aðstoðarmaður mætti ekki

Erling Smith er lamaður frá hálsi eftir mótorhjólaslys og þarf aðstoð við flestar daglegar athafnir. Eiginkona hans var með samning við bæinn um að sinna þessu hlutverki frá árinu 2009 þar til í sumar að hann missti NPA samning sinn. „Síðan þá þarf ég að fá aðstoð þegar það hentar bænum að senda starfsmann,“ segir Erling. „Ég á að fá aðstoð á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Fyrir nokkrum dögum fór konan að sofa á undan mér, því ég var að horfa á sjónvarpið frammi í stofu. Klukkan þrjú um nóttina, þegar hún vaknaði til að fara á klósettið, sat ég enn í stólnum því starfsmaðurinn frá bænum hafði ekki mætt. Þetta er ekki í fyrsta sinn, en konan mín er í vaktavinnu og ég er bjargarlaus þegar þeir mæta ekki.“ Erling segir að bærinn telji hann ekki færan um að velja sér aðstoðarmann og stýra sínum fjármálum. Fólk á vegum sveitarfélagsins banki núna uppá hjá konunni hans og vilji vita hvernig eigi að gera hlutina. „Það kemur nýr starfsmaður á hverjum degi, til að setja á mig þvaglegg og aðstoða við mjög persónulega hluti. Ég hef lent í því að vera hlandblautur tvo daga í röð þar sem starfsmennirnir kunna ekki hlutverk sitt. Mér finnst þetta fyrirkomulag vera tóm illkvittni.“

Sólbað á Kanaríeyjum og Sikiley, skíði og borgarferðir

Nú þegar haustið er að skella á er tímabært að skipuleggja veturinn. Og hvað er betra en að brjóta upp hversdagsleikann með góðri utanlandsferð? Hvort sem fólk vill bara breyta til og komast burt, kaupa jólagjafir, renna sér á skíðum eða spila golf – þá er um að gera að skella sér út í haust eða í vetur. Heimsferðir bjóða upp á fjölmargar áhugaverðar borgarferðir og sólarferðir í haust auk frábærrar ferðar til Sikileyjar í næsta mánuði með íslenskum fararstjórum. Venju samkvæmt eru Heimsferðir einnig með skíðaferðir og golfferðir.

Veðurblíða á Flúðum samkvæmt norsku veðurspánni

„Það er löng hefð fyrir hátíðarhöldum á Flúðum um verslunarmannahelgina. Og ekki skemmir fyrir að norska veðurstofan spáir veðurblíðu hjá okkur um verslunarmannahelgina,“ segir Bessi Th., talsmaður hátíðarhalda á Flúðum um verslunarmannahelgina. Sonus Viðburðir í samstarfi við Hrunamannahrepp halda hátíðina ásamt fjölmörgum fyrirtækjum sem leggja sitt á vogarskálarnar. Þetta er í annað sinn sem þessir aðilar leggjast á eitt að halda glæsilega fjölskylduhátíð á Flúðum.