Deila

Fituminni hnetusmjörsdýfa

Að dýfa eplabitum í hreint hnetusmjör er dýrinds heilsunammi. Það er svo fullkomið jafnvægi á milli sætubragðsins af eplinu og saltbragðsins af hnetusmjörinu. En þó hreint hnetusmjör sé vissulega í hollari kantinum þá er það mjög fitandi og því ekki æskilegt að borða það í miklu magni í einu. Þetta vandamál má hins vegar leysa á auðveldan hátt. Blandaðu saman hnetusmjöri og fitulítilli grískri jógúrt og notaðu sem dýfu fyrir eplabitana. Blandaðu dýfuna eftir smekk, en hafðu hana samt þannig að saltbragðið nái ágætlega í gegn. Þá ertu í góðum málum og getur borðað mun meira af eplum með hnetusmjörsdýfu.