Fréttaskýring

Virkjað fyrir land og þjóð?

Greinin birtist í nýjasta tölublaði vefritsins Stjórnmál og stjórnsýsla en hana rita Örn Daníel Jónsson, prófessor í nýsköpunarfræðum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og Bjarni Frímann Karlsson sem er lektor við sömu deild.

Hægt að veðja um allt í íslenskum fótbolta

Daníel Þór Ólason, prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands, hefur stundað rannsóknir á þátttöku Íslendinga í peningaspilum frá árinu 2002, en þær rannsóknir hafa beinst bæði að unglingum og fullorðnum. „Þessar rannsóknir hafa sýnt að það er ákveðinn hluti Íslendinga sem á við verulegan spilavanda að stríða og síðasta rannsókn frá 2011 benti til að það væri um tvö og hálft prósent þjóðarinnar,“ segir Daníel Þór.

Tónlistarskólar eru undirstaða tónlistarlífsins

Örlygur Benediktsson starfar við Tónlistarskóla Árnesinga og kennir einnig við Tónlistarskóla Rangæinga. Hann hefur eins og fleiri kollegar hans verið að telja dagana sem tónlistarkennarar innan vébanda FT hafa verið samningslausir. Örlygur kennir tónfræði og á klarinettu og saxófón.

Vandi Sjálfstæðisflokksins

Þrátt fyrir að hafa bætt við sig 2 prósentustigum og 2 þingmönnum er niðurstaða kosninganna snúin fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Meginsveifla íslenskra stjórnmála síðustu árin hefur verið frá sérhagsmunagæslu að meiri áherslu á almannahag; frá Gamla Íslandi að Íslandi sem yrði líkara samfélögunum í kringum okkur.

Árið er ekki 2016, heldur 8 e.k., 8 eftir kreppu

Flokkurinn Alternative für Deutschland, eða AfD, hefur bætt verulega við fylgi sitt í Þýskalandi að undanförnu. Flokkurinn, sem stofnaður var fyrir aðeins rúmum þremur árum, rekur harða stefnu gegn komu flóttamanna frá Sýrlandi og öðrum stöðum. Formaður flokksins hefur lagt til að ólöglegir innflytjendur séu skotnir ef þeir fara inn fyrir landamæri landsins. Önnur stefnumál eru kunnugleg – flokkurinn er á móti Evrópusambandinu, evrunni og aðstoð við Grikki. Og skoðanakannanir benda til að AfD gæti orðið annar eða þriðji stærsti flokkur Þýskalands í þingkosningunum á næsta ári. Þar með stærsti hægriöfgaflokkur landsins síðan – já, þú giskaðir rétt – sjálfur Nasistaflokkurinn.

Aðstandendur hjálparsamtaka barna grunaðir um svindl

Gunnar Bender og Eggert Skúli Jóhannesson eru grunaðir um að reyna að svíkja háar fjárhæðir út úr Ábyrgðasjóði launa. Gunnar krafðist þess að sjóðurinn greiddi honum laun sem tvö fyrirtæki tengd Eggerti skulduðu honum. Svo stofnuðu þeir saman Hjálparsamtök fyrir bágstödd börn, hrundu af stað peningasöfnun og reyndu að leyna því að þeir stæðu að baki henni.

Mun Ísland velja Færeyjaleiðina eftir kosningarnar í haust?

Þróunin í skuldsetningu sjávarútvegsfyrirtækja í Færeyjum vegna viðskipta með aflaheimildir í sjávarútvegi, sem teiknuð er upp í skýrslu norska hagfræðingsins Torbjørns Trondsen, er eins og smækkuð mynd af þróuninni á Íslandi síðastliðna áratugi. Færeyingar ákváðu að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu hjá sér og taka upp uppboðskerfi til að hámarka þau auðlindagjöld sem skila sér í ríkiskassann. Samtök sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi treysta sér ekki til að segja að uppboð á aflaheimildum muni skila meiri tekjum til ríkisins. Á Íslandi er bitist um uppboðsleiðina og verður málið líklega eitt af stóru kosningamálunum í haust þar sem meirihluti stjórnarandstöðunnar vill taka upp uppboðskerfi.

Þeir sem högnuðust látnir borga fyrir skaðann

Kvótakerfið hefur leikið margar sjávarbyggðir illa. Auðlindarentan hefur verið færð frá þeim, aflanum landað annars staðar, atvinna lagst af og verðmæti íbúða hríðfallið. Eftir því sem byggðarlögin hafa hrörnað hafa þau átt erfiðara með að mæta erfiðri stöðu. Ein leið til að mæta þessu er að láta sveitarfélögin njóta góðs parts af hækkandi veiðigjöldum.

Sigurður Ingi of sjálfstæður fyrir Sigmund Davíð

Áhrifafólk í Framsóknarflokknum segir að æskilegast væri að Sigmundur Davíð drægi sig í hlé og Sigurður Ingi Jóhannsson tæki við formennsku en hann er varaformaður flokksins. Hörðustu stuðningsmenn Sigmundar Davíðs horfa fremur til Lilju Alfreðsdóttur, fari svo að hann neyðist til að víkja.

Ólympíuleikarnir ódýrari í ár en samt dýrir fyrir Brasilíu í kreppu

Ólympíuleikarnir í Rio de Janeiro hefjast í dag. Þeir lenda á versta tíma fyrir Brasilíu. Válynd veður eru þar um þessar mundir vegna bæði efnahagslegrar og stjórnmálalegrar kreppu. Margir Brasilíumenn mótmæla leikunum. Þegar litið er á heildarmyndina kemur þó í ljós að kostnaður við leikana er mun minni en við ólympíuleika á undanförnum áratugum. Spillingarmál, fjárhagslegt klúður og bruðl á stórum íþróttamótum hefur breytt hugmyndum um slíka viðburði. Skipuleggjendur leikanna í ár eru þó gagnrýndir fyrir að fjárfesta ekki nægilega í varanlegum mannvirkjum til að bæta líf íbúanna í Rio. Stjórnvöld hafa einnig verið sökuð um mannréttindabrot með aðgerðum gegn íbúum fátækrahverfa í borginni. Zika-veiran, mengun og hætta af hryðjuverkum eru og áhyggjuefni.

Skattar á íbúðakaupendur stórhækka

Samhliða skuldaleiðréttingunni svokölluðu lækkuðu stjórnvöld vaxtabætur og leyfðu barnabótum að tapa verðgildi sínu. Af þeim sökum standa hinir lægst launuðu nú verr eftir en ef aldrei hefði verið ráðist í skuldaleiðréttinguna. Það eru aðeins hinir tekjuhærri og þeir skuldugustu sem koma betur út úr skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Hinir efnaminni hafa þegar borgað sjálfir fyrir leiðréttinguna án þátttöku kröfuhafa í föllnu bankanna.

Bara ef fiskar gætu sungið

Norðmenn geta lært margt af Íslendingum. Norska tungumálið, til dæmis. Hvernig maður spilar fótbolta. Eða kúnstina að kveða. En ef það er eitthvað sem Norðmenn ættu ekki að læra af Íslendingum, þá er það hvernig maður úthlutar fiskveiðikvóta.

Kvótakerfið reyndist afleit byggðastefna

Kvótakerfið hafði alvarlegri áhrif á íbúaþróun Vestmannaeyja en gosið 1973. Það má sjá alvarlegar afleiðingar þessa kerfis víðar og í raun í hverju byggðu bóli við sjávarsíðuna hringinn í kringum landið. Auðlindarentan sem áður byggði upp þorpin og bæina hefur nú verið beint í vasa útgerðarmanna sem verja henni til fjárfestinga í Reykjavík og í útlöndum.