Fréttaskýring

Hægrisinnaðasti ráðherrann

Það kom mörgum á óvart þegar Sigríður Á. Andersen var gerð að dómsmálaráðherra en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, virtist í talsverðum vandræðum við að koma saman ríkisstjórn þar sem ekki hallaði að verulegu leyti á konur.  Sigríður Á. Andersen er 45 ára, búin að starfa í flokknum alla sína tíð, bæði í ungliðastarfi flokksins og ötull boðberi frjálshyggjunnar sem einn stofnenda þjóðmálafélagsins Andríkis og ritstjórnarmeðlimur Vefþjóðviljans. Þá hefur hún verið þingmaður frá árinu 2015 en hún var varaþingmaður frá árinu 2007 og kom inn á þing þegar Pétur Blöndal féll frá. Fyrir síðustu kosningar skipaði hún fjórða sæti í Reykjavík suður.

Þannig verða fölsku fréttirnar til

„Ég hef gert það að starfi mínu að reyna að átta mig á því hvað fólk í Bandaríkjunum vill lesa,“ segir Makedóníumaðurinn Ivan Stankovic í viðtali við sænska dagblaðið Dagens Nyheter. Stankovic vinnur við það að búa til falskar fréttir, uppspuna sem oft snýst um að ala á kynþáttahatri og -fordómum. Fyrir vikið fær Stankovic fólk inn á heimasíðuna sem hann rekur og selur auglýsingar inn á: Hann fær um sex krónur fyrir hvert klikk á hverja auglýsingu. Stankovic segist reyna að finna efni sem „allir vilja deila með vinum sínum“ og klikka á: Donald Trump, íslam, múslímar og Melania Trump, svo dæmi séu tekin.

Fyrrverandi makar smánaðir og rifist um börnin á Facebook

Í gegnum samfélagsmiðla getur fólk orðið þátttakendur í ótrúlega viðkvæmum og persónulegum málum. Oftsinnis setja þúsundir manna like við færslur eða frásagnir sem eiga við engin rök að styðjast. Í sumum tilfellum hefur fólk ekki einu sinni haft fyrir því að lesa til enda þær frásagnir sem það mælir með á netinu. Þannig getur fólk óafvitandi orðið karaktervitni fyrir einstaklinga sem hafa valdið öðrum gríðarlegum sársauka eða skaða.

Hröð hrörnun fjölmiðla

Ein af stórsögunum á Íslandi eftir Hrun er hrörnun fjölmiðla og hvernig lykilfjölmiðlar komust í hendur sérhagsmunaaðila og þeirra sem voru helstu persónur í uppgjöri Hrunsins fyrir dómstólum. Á skömmum tíma hefur sú veika hefð sem myndast hafði í litlu samfélagi flókinna persónutengsla fyrir frjálsri og óháðri fjölmiðlun mikið látið á sjá. Miðlarnir sjálfir hafa ekki fundið tryggan rekstrargrunn og hafa því orðið miklu háðari þeim sem leggja þeim til fé heldur en var marga áratugi fyrir Hrun. Í dag er stærsti hluti fjölmiðlanna í höndum sérhagsmunaaðila og blaðamennska í almannaþjónusta stendur veikt.

Þegar þjóðernissinnarnir hljóta viðurkenningu

„Eftir gærdaginn stendur baráttan í evrópskum stjórnmálum ekki lengur á milli vinstri og hægri afla heldur á milli föðurlandsvina sem aðhyllast íhaldssöm gildi og menningarróttæklinga sem aðhyllast fjölhyggju. Stóra lokaorrustan um áframhaldandi tilveru samfélags okkar, menningar og þjóðar hefur komist á nýtt og endanlegra stig,“ sagði þingmaður og aðalhugmyndafræðingur sænska stjórnmálaflokksins Svíþjóðardemókrata, Matthías Karlsson, eftir að úrslit lágu fyrir í kosningum til Evrópuþingsins um vorið 2014 en í þeim kosningum þrefaldaði flokkurinn atkvæðafjölda sinn upp í tæp 10 prósent og fékk tvo menn kjörna á Evrópuþingið.  Tónninn í orðum Karlssons leyndi sér ekki: Stjórnmál dagsins í dag snúast um baráttu á milli þeirra sem vilja standa vörð um þjóðina og þjóðríkið og alþjóðasinnanna sem eru fylgjandi alþjóðlegu samstarfi og fjölmenningu. Tilvitnunin er um margt lýsandi og einkennandi fyrir stefnu Svíþjóðardemókrata: Stjórnmálin snúast um baráttu á milli Svía og annarra sem ekki eru Svíar en sem vilja flytja þangað af efnahagslegum eða öðrum ástæðum; á milli þjóðríkisins sem heildar og alþjóðlegs milliríkjasamstarfs eins og í Evrópusambandinu og þau snúast um baráttu á milli einhvers konar þjóðmenningar og alþjóðavæðingar og fjölmenningar. Sigur Svíþjóðardemókrata í þessum kosningum var bara upphafið af góðum árangri flokksins því um haustið sama ár fékk flokkurinn tæplega 13 prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum og varð þar með þriðji stærsti flokkurinn í landinu. Nú mælast Svíþjóðardemókratar með á milli 16 og 17 prósent atkvæða í skoðanakönnunum í Svíþjóð og gæti flokkurinn því enn aukið fylgi sitt í þingkosningunum sem fram fara í landinu á næsta ári.

Verktakar lifa íslenska drauminn

Nálægt framkvæmdum við Laugaveg 4-6, hefur að sögn nágranna, varla verið vinnufriður í heilt ár. Á vinnustöðum í grenndinni hafa starfsmenn fengið nóg af hávaða og nota hljóðeinangrandi eyrnahlífar til að ærast ekki. Framkvæmdirnar hafa dregist verulega á langinn og enn er langt í land.

Getur hagnaðarvon knúið íslenska heilbrigðiskerfið áfram?

Í hverfinu Kungsholmen í Stokkhólmi er einkarekið sjúkrahús sem er í eigu fjárfestingarsjóðs í skattaskjólinu Jersey á Ermarsundi sem heitir Nordic Capital. Sjúkrahúsið heitir St. Görans og er fyrsta einkarekna sjúkrahúsið í Svíþjóð. Það er af hluti alþjóðlegu einkareknu heilbrigðisfyrirtæki, Capio, sem á 100 einkarekin heilbrigðisfyrirtæki um alla Evrópu. Capio er á endanum stýrt frá Jersey og hagnaður samstæðunnar endar þar. St. Görans þjónustar á hverju ári um 80 þúsund sjúkratryggða einstaklinga í Svíþjóð og því er greitt fyrir þjónustuna með skattfé. Árið 2015 skilaði sjúkrahúsið rúmlega tvö hundruð milljóna króna hagnaði en greiddi ekki út arð til hluthafa þess. Capio-samstæðan greiddi hins vegar út arð til hluthafa sinna upp á 71 milljón sænskra króna , tæplega 940 milljónir íslenskra króna, árið 2015 en stefna fyrirtækisins er að greiða um 30 prósent af hagnaðinum í arð til hluthafa á hverju ári. Löglegir skattasnúningar Arðgreiðslurnar út úr Capio segja þó ekki alla söguna því sænski skatturinn barðist lengi við Capio fyrir dómstólum vegna þess að fyrirtækið er fjármagnað með lánum til 49 ára frá lúxemborgísku móðurfélagi sínu, Cidra S.á.r.l., og greiddi heilbrigðisfyrirtækið af því 13 prósenta vexti á ári. Taldi skatturinn í Svíþjóð að Capio hefði með þessu komið 500 milljónum sænskra króna, rúmum 6.5 milljörðum íslenskra króna, óskattlögðum úr landi. Til samanburðar má geta þess að Norðurál á Grundartanga, sem beitir sams konar aðferðum og sænska fjárfestingarfélagið til að taka fjármuni frá Íslandi, borgaði bandarísku móðurfélagi sínu 8 prósent vexti árið 2014. Sænski skatturinn taldi að með þessu væri Capio að nota lánveitingar til að koma tekjum og hagnaði frá Svíþjóð til lágskattaríkis í Mið-Evrópu til þess að losna við að greiða skatta í Svíþjóð en Capio hefur í gegnum árin verið gagnrýnt fyrir að borga nær enga fyrirtækjaskatta í landinu. Skatturinn tapaði málaferlunum gegn Capio á endanum vegna þess hversu erfitt getur verið að sýna fram á og sanna hvað séu óeðlilegir vextir. Capio hefur því fengið að halda áfram að vera fjármagnað af móðurfélagi sínu í lágskattaríki þannig að tölur um hagnað og eða arðgreiðslur fyrirtækisins segja bara hálfa söguna. Saga Capio sem einkarekins fyrirtækis í almannaþjónustu í Svíþjóð er því einnig sagan af því hvernig stjórnendur fyrirtækisins notast við erlend fyrirtæki í skattaskjólum og á lágskattasvæðum til að lágmarka opinber gjöld sín í landinu sem treystir þessu fyrirtæki fyrir þeirri almannaþjónustu sem rekstur á sjúkrahúsi er.

Ævintýrið sem á að bjarga bæjum Íslands

Á eyjunni Lovund í Nordland-fylki í Noregi hefur íbúafjöldinn aukist um þriðjung frá árinu 2000 vegna laxeldisins sem þar er stundað. Í þorpinu á eyjunni búa nú 473 íbúar en fyrir tíma laxeldisins í byrjun áttunda áratugarins var íbúafjöldinn kominn niður í 230. Síðan þá hefur íbúafjöldinn vaxið og vaxið vegna laxeldisins sem fyrirtækið Nova Sea stendur fyrir í þorpinu. Framleiðslan nemur 150 til 230 tonnum á dag og síðastliðin ár hefur ríkt góðæri í þorpinu: Allir 290 starfsmennirnir fengu rúmlega 1300 þúsund króna bónus í fyrra og hluthafarnir í Nova Sea greiddu sér vel á annan milljarð króna í arð. Einn af eigendunum, Hans Petter Melands, segir í bók norsku blaðakonunnar Kjersti Sandvik, Under overflaten: En skitten historie om det norske lakseeventyret, um laxeldið í Noregi að markmiðið snúist ekki um peninga. „Það var aldrei nokkurt markmið hjá okkur að verða ríkir. […] Það mikilvægasta var að halda eyjunni í byggð. Laxapeningarnir á Lovund eiga að renna til baka til samfélagsins hér og til þeirra sem búa á eyjunni.“ Bókin kom út í fyrravor og vakti talsverða athygli þar sem um er að ræða ítarlega greiningu á „laxeldisævintýrinu“ í Noregi eins og Kjersti kallar það. Lovund og Tálknafjörður Samfélagslegu áhrifin af þessari stefnu Nova Sea eru þau að ungt fólk kemur til eyjunnar til að vinna og búa, samkvæmt því sem stendur í bók Kjersti. „Íbúarnir á Lovund eru ungir. Leikskólinn er að verða of lítill, það sama á við um barna- og gagnfræðaskólann. Síðustu árin hefur búið fólk af 12 til 15 mismunandi þjóðernum á eynni. Hér standa engin hús auð, það er  húsnæðisskortur og íbúðakjarni hefur verið byggður á litlu eyjunni. Ný fúnkishús úr síberísku lerki standa alveg við sjávarkambinn. Það er Nova Sea sem sér um að redda húsnæði fyrir starfsmenn sína.“ Ísland hefur auðvitað glímt við fólksfækkun á landsbyggðinni í áratugi og hafa tilraunir til að snúa þeirri þróun við og halda smábæjum og þorpum í byggð almennt séð ekki skilað miklum árangri. Í samanburði við þorp eins og Tálknafjörð á Vestfjörðum, þar sem fyrirhuguð er margföldun á framleiðslu á eldislaxi upp í tugþúsundir tonna, er þessi þróun í Lovund gerólík. Íbúafjöldinn á Tálknafirði hefur minnkað stöðugt, meðal annars vegna sölu á kvóta stærsta útgerðarfyrirtækisins í þorpinu, og er nú kominn vel niður fyrir 300. Eins og skólastjóri grunnskólans á Tálknafirði, Helga Birna Berthelsen, sagði við Fréttatímann fyrir skömmu: „Yngstu börnin í þorpinu eru fædd árið 2014 og eru því rúmlega tveggja ára. Það er ekki vitað til þess að nein kona í bænum sé ólétt þannig að okkur fækkar rosalega hratt. Þarna er tveggja ára gat í skólanum hjá okkur því það er svo lítið af ungu fólki hérna. Unga fólkið okkar fer í burtu og kemur ekki til baka því þess bíður ekkert hérna. Auðvitað hef ég áhyggjur af því að byggðin hér geti lagst af.“ Laxeldi getur hjálpað til við að snúa þessari fólksfækkunarþróun við og hefur raunar gert það í litlum mæli nú þegar, til dæmis á Bíldudal.

Virkjað fyrir land og þjóð?

Greinin birtist í nýjasta tölublaði vefritsins Stjórnmál og stjórnsýsla en hana rita Örn Daníel Jónsson, prófessor í nýsköpunarfræðum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og Bjarni Frímann Karlsson sem er lektor við sömu deild.

Hægt að veðja um allt í íslenskum fótbolta

Daníel Þór Ólason, prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands, hefur stundað rannsóknir á þátttöku Íslendinga í peningaspilum frá árinu 2002, en þær rannsóknir hafa beinst bæði að unglingum og fullorðnum. „Þessar rannsóknir hafa sýnt að það er ákveðinn hluti Íslendinga sem á við verulegan spilavanda að stríða og síðasta rannsókn frá 2011 benti til að það væri um tvö og hálft prósent þjóðarinnar,“ segir Daníel Þór.

Tónlistarskólar eru undirstaða tónlistarlífsins

Örlygur Benediktsson starfar við Tónlistarskóla Árnesinga og kennir einnig við Tónlistarskóla Rangæinga. Hann hefur eins og fleiri kollegar hans verið að telja dagana sem tónlistarkennarar innan vébanda FT hafa verið samningslausir. Örlygur kennir tónfræði og á klarinettu og saxófón.

Vandi Sjálfstæðisflokksins

Þrátt fyrir að hafa bætt við sig 2 prósentustigum og 2 þingmönnum er niðurstaða kosninganna snúin fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Meginsveifla íslenskra stjórnmála síðustu árin hefur verið frá sérhagsmunagæslu að meiri áherslu á almannahag; frá Gamla Íslandi að Íslandi sem yrði líkara samfélögunum í kringum okkur.

Árið er ekki 2016, heldur 8 e.k., 8 eftir kreppu

Flokkurinn Alternative für Deutschland, eða AfD, hefur bætt verulega við fylgi sitt í Þýskalandi að undanförnu. Flokkurinn, sem stofnaður var fyrir aðeins rúmum þremur árum, rekur harða stefnu gegn komu flóttamanna frá Sýrlandi og öðrum stöðum. Formaður flokksins hefur lagt til að ólöglegir innflytjendur séu skotnir ef þeir fara inn fyrir landamæri landsins. Önnur stefnumál eru kunnugleg – flokkurinn er á móti Evrópusambandinu, evrunni og aðstoð við Grikki. Og skoðanakannanir benda til að AfD gæti orðið annar eða þriðji stærsti flokkur Þýskalands í þingkosningunum á næsta ári. Þar með stærsti hægriöfgaflokkur landsins síðan – já, þú giskaðir rétt – sjálfur Nasistaflokkurinn.

Aðstandendur hjálparsamtaka barna grunaðir um svindl

Gunnar Bender og Eggert Skúli Jóhannesson eru grunaðir um að reyna að svíkja háar fjárhæðir út úr Ábyrgðasjóði launa. Gunnar krafðist þess að sjóðurinn greiddi honum laun sem tvö fyrirtæki tengd Eggerti skulduðu honum. Svo stofnuðu þeir saman Hjálparsamtök fyrir bágstödd börn, hrundu af stað peningasöfnun og reyndu að leyna því að þeir stæðu að baki henni.

Mun Ísland velja Færeyjaleiðina eftir kosningarnar í haust?

Þróunin í skuldsetningu sjávarútvegsfyrirtækja í Færeyjum vegna viðskipta með aflaheimildir í sjávarútvegi, sem teiknuð er upp í skýrslu norska hagfræðingsins Torbjørns Trondsen, er eins og smækkuð mynd af þróuninni á Íslandi síðastliðna áratugi. Færeyingar ákváðu að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu hjá sér og taka upp uppboðskerfi til að hámarka þau auðlindagjöld sem skila sér í ríkiskassann. Samtök sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi treysta sér ekki til að segja að uppboð á aflaheimildum muni skila meiri tekjum til ríkisins. Á Íslandi er bitist um uppboðsleiðina og verður málið líklega eitt af stóru kosningamálunum í haust þar sem meirihluti stjórnarandstöðunnar vill taka upp uppboðskerfi.